Fjárfestar kættust vestanhafs 18. september 2008 20:18 Hamagangur á markaði á Wall Street í dag. Mynd/AP Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira