Viðskipti innlent

FME segir kröfur hérlendis á Lehman vera 24 milljarða kr.

Samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hefur aflað frá viðskiptabönkunum hérlendis er samtala brúttó krafna þeirra á Lehman Brothers og tengda aðila samtals 182,6 milljónir evra eða rúmlega 24 milljarðar kr. sem samsvarar 1,8% af heildareiginfjárgrunni bankanna.

Þetta kemur fram á vefsíðu FME. Þar segir að um sé að ræða nánast eingöngu skuldabréfakröfur eða ígildi þeirra en ekki áhættu í formi hlutabréfa eða víkjandi krafna. Þá er vakin athygli á því að kröfurnar eru að nokkru leyti á félög sem ekki eru í greiðslustöðvun en tengjast Lehman Brothers. Vænta má þess að hluti framangreindra krafna innheimtist.

Með hliðsjón af lágu hlutfalli af eiginfjárgrunni teljast þessar áhættur ekki áhyggjuefni fyrir fjármálakerfið á Íslandi. Íslenskir bankar hafa ekki sérstöðu í þessu sambandi þar sem flestir stærri erlendir bankar hafa upplýst um kröfur á Lehman Brother.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×