Fleiri fréttir

Hagnaður SPRON 3,3 milljarðar eftir skatta

SPRON hagnaðist um 3,3 milljarða eftir skatta árið 2007 en þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segir afkomuna vera vel viðundandi í ljósi mikilla lækkana á hlutabréfamörkuðum.

Exista og FL Group leiddu lækkanir dagsins

Það voru fyrirtækin Exista og FL Group sem leiddu lækkanir dagsins í dag í Kauphöllinni eins og oft áður. Tuttugu félög lækkuðu í dag en aðeins tvö hækkuðu lítillega, Century Aluminium Company og Eik Banki. Exista lækkaði mest, um 4,99 prósent en FL Group um 4,88 prósent.

Breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital

Gerðar hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital. Dr. Sverrir Sverrisson tekur við eigin viðskiptum bankans. Á sama tíma tekur Christian Yates við af Sverri sem framkvæmdastjóri eignastýringar.

Franz Árnason verður formaður Nordvarme

Franz Árnason, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar Samorku, félags orkufyrirtækja á Íslandi var á dögunum kjörinn formaður Nordvarme til næstu tveggja ára.

Glitnir í jarðorkuverkefni á Indlandi

Glitnir hefur sótt um að opna útibú á Indlandi. Jafnhliða þessu hefur Glitnir gert samstarfssamning við LNJ Bhilwara Group um byggingu á jarðhitaorkuverum á Indlandi og Nepal.

Viðunandi uppgjör í erfiðu árferði

Fyrir helgi birtu bankarnir fjórir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir uppgjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissu­ástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármálafyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið.

Feðgar á fljúgandi ferð

„Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst.

Landic sækir á finnsk mið

Landic Property hyggst sækja fram og auka verulega við eignasafn sitt í Finnlandi. Sem lið í þeirri áætlun opnaði félagið skrifstofu í Helsinki þann 5. febrúar. Kristín Jóhannesdóttir stjórnarformaður félagsins opnaði nýja finnska heimasíðu, Landic Finland, í tilefni dagsins. Þar með er félagið með starfsstöðvar í fjórum Norðurlandanna. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi, en auk þess rekur félagið skrifstofur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og nú síðast í Helsinki.

SPRON lækkaði mest í dag

Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkað SPRON þeirra mest eða um 7,27% og stendur gengi bréfa félagsins nú í 6,12.

Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með rétt tæpar 64 milljónir í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins 2007 sem kynnt var í morgun. Það gera um 5,2 milljónir í mánaðarlaun fyrir forstjórann sem skilaði 480 milljóna króna hagnaði á árinu.

Færeyski bankinn hefur lækkað mest

Þrjú félög hafa hækkað frá opnun markaðar í morgun í Kauphölllinni. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest eða um 6,32% og Century Aluminum Company um 1,97%.

Hagnaður Össurar nam 480 milljónum kr.

Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 7,6 milljónum dollara eða um 480 milljónum kr. Heildarsalan á árinu nam 335,6 milljónum dollara eða yfir 20 milljörðum kr. Er það auking upp á 33% frá árinu 2006.

SPRON lækkaði mest í dag

Sautján félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Lækkaði SPRON þeirra mest eða um 3,93 prósent og stendur gengi bréfa félagsins í 6,60.

Samtök fjárfesta undrast svör SPRON

Stjórn Samtaka fjárfesta undrast svör stjórnar SPRON um sölu stjórnarmanna á eignarhlutum. Í Fréttablaðinu birtust spurningar og svör stjórnar SPRON þann 29.janúar sl.

Össur, SPRON og 365 birta afkomuna í vikunni

Nú hafa uppgjör stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni verið birt en nokkur mikilvæg uppgjör eru þó enn væntanleg. Í þessari viku munu Össur, SPRON og 365 birta afkomutölur sínar fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Viðskiptin í kauphöllinni fara rólega af stað í dag. Úrvalsvísitalan nánast stendur í stað eftir fyrstu viðskipti, hækkar um 0.04% og er í 5.466 stigum.

Eignir Exista rýrna meira en eigið fé

Þrjár lykileignir Exista, Sampo, Kaupþing og Bakkavör, hafa rýrnað um 42 milljarða frá því um áramót. Í máli forsvarsmanna Exista á kynningarfundi á föstudag kom fram að eigið fé hefði ekki minnkað nema um 7,4 milljarða á sama tíma.

Segir erfiðleika íslenska hagkerfisins í augsýn

Breska blaðið Sunday Telegraph fjallar í dag um stöðu íslenska hagkerfisins og ótta um erfiðleika á fjármálamarkaði hér á landi. Í greininni segir að Kaupþing sé sjö sinnum líklegri að standa ekki í skilum en meðal evrópskur banki.

Útflutningur á óunnum botnfiski eykst

Útflutningur á óunnum botnfiski hefur aukist fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin í útflutningi á óunninni ýsu eða 32 prósent. Starfsgreinasambandið vill að ríkisstjórnin geri það fýsilegra fyrir fyrirtæki að vinna aflann hér á landi.

Nova boðar harðnandi samkeppni á farsímamarkaði

Samskiptafyrirtækið Nova býður fría farsímanotkun að eitt þúsund krónum á mánuði þeim 3G farsímaeigendum sem skrá sig í viðskipti til fyrirtækisins í eitt ár. Þá er öllum sem kaupa 3G farsíma hjá Nova boðið að nota símann endurgjaldslaust fyrir tvö þúsund krónur á mánuði þegar gengið er til liðs við fyrirtækið.

Flaga fellur eftir háflug

Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum.

Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London.

„Við erum ekki í vandræðum“

„Það hafa gengið sögur um að félagið eigi í erfiðleikum með lausafé en eins og kom fram erum við með lausafé fram yfir mitt næsta ár og það getur hvaða fjármálastofnun sem er verið stolt af því,“ sagði Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Exista í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Versta byrjun árs í Kauphöllinni frá upphafi

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 12,5 prósent í nýliðnum janúarmánuði sem er versta ársbyrjun á hlutabréfamarkaði frá upphafi verðbréfaviðskipta hér á landi.

Græn byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn fór vel af stað í kauphöllinni í morgun og hækkaði úrvalsvístitalan um 1,12% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan stendur nú í 5,542 stigum.

Nýr fjármálastjóri ráðinn til Marel

Marel Food Systems hefur ráðið Erik Kaman sem fjármálastjóra samstæðunnar. Hann tekur sæti í framkvæmdastjórn samstæðunnar og tekur til starfa í apríl næstkomandi.

Hagnaður Skipta nam 3,1 milljarði

Skipti hf. skilaði 3,1 milljarða króna hagnaði 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,7 milljarða króna frá fyrra ári.

Kaupþing hægir ferðina að sinni

Hagnaður Kaupþings 2007 nemur 70 milljörðum króna. Horft er til innri vaxtar í erfiðu markaðsárferði. Fjárfestar í Katar sýna bankanum áhuga.

Sjá næstu 50 fréttir