Viðskipti innlent

Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, fékk 5,2 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, fékk 5,2 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með rétt tæpar 64 milljónir í árslaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins 2007 sem kynnt var í morgun. Það gera um 5,2 milljónir í mánaðarlaun fyrir forstjórann sem skilaði 480 milljóna króna hagnaði á árinu.

Auk þess fékk Jón kauprétt á hlutabréfum að verðmæti rúmlega 81 milljón króna.

Össur Kristinsson, stofnandi Össurar, var launahæsti stjórnarmaðurinn en hann fékk 3,9 milljónir króna fyrir að sitja í stjórn félagsins. Stjórnarformaðurinn Niels Jacobsen fékk 3,3 milljónir fyrir sína vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×