Fleiri fréttir

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Straumur aðili að fleiri norrænum kauphöllum

Straumur - Burðarás verður frá og með deginum í dag aðili að fleiri kauphöllum en þeirri íslensku því hann verður einnig skráður í kauphallirnar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.

Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar féll við þetta um tvö prósent.

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Storebrand fær leyfi ráðuneytis

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur fengi leyfi frá norska fjármálaráðuneytinu til að taka yfir SPP, sem er sænskt líftryggingafélag í eigu Handelsbanken. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með tæp þrjátíu prósent í félaginu.

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Óvíst um framtíð Bjarna

Framtíð Bjarna Ármannssonar hjá Reykjavík Energy Invest er óljós eftir að Borgarráð og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tóku þá ákvörðun að ógilda samruma REI og Geysir Green Energy.

Sex íslensk félög á topp 100 lista Norðurlandanna

Sex íslensk félög voru í hópi 100 stærstu fyrirtækja Norðurlanda miðað við markaðsverðmæti um miðja vikuna. Raunar voru þrjú í hópi 50 stærstu, Kaupþing, sem var í 27. sæti, Landsbankinn, í 44. sæti og Glitnir sem sat í 49. sæti.

Slakt uppgjör hjá Atlantic Petroleum

Tap Atlantic Petroleum, færeyska olíu- og gasfyrirtækisins, nam um 11 milljónum dkr. eða rúmlega 120 milljónum kr. nú á þriðja ársfjórðung. Töluverður munur er á afkomu ef litið er til sama fjórðungs í fyrra en þá nam tapið 250.000 dkr.

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Skipti hf. fær frest á skráningu framyfir áramót

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að ráðuneytið muni taka jákvætt í beiðni Skipti hf., móðurfélags Símans, um að fresta skráningu félagsins í kauphöllina. Verður ákvörðunin um það tekin öðru hvorum megin við helgina.

Meira flutt út af grásleppukavíar en í fyrra

Þrátt fyrir minni grásleppuveiði á síðustu vertíð hefur aukning orðið í útflutningi grásleppuafurða. Á það jafnt við grásleppukavíar og söltuð hrogn í tunnum.

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Icelandic Group tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 953 þúsunda evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir áætlanir um hagræðingu og rekstrarhagnað á árinu ekki hafa gengið eftir.

Íslenska hagkerfið er einstakt

Þið ættuð að vera stolt af ríkisstjórn ykkar. Íslenska kerfið er einstakt. Þetta sagði Arthur B. Laffer, einn kunnasti hagfræðingur heims, á fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun undir yfirskriftinni „Íslenska efnahagsundrið".

SPRON opnar skrifstofu í Berlín

SPRON Verðbréf dótturfélag SPRON hf., hefur opnað skrifstofu í Berlín og hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir þar í borg fyrir fimm og hálfan milljarð króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi.

Lækkanir í kauphöllinni

Hlutabréf héldu áfram að lækka í kauphöllinni í morgun þegar opnað var fyrir viðskipti. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 1,4 prósent það sem af er degi.

Gengi FL Group ekki lægra í rúmt ár

Gengi bréfa í FL Group féll töluvert við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það fór niður um 2,94 prósent og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september á síðasta ári.

Danir segja FL Group í vondum málum

Danska blaðið Berlingske tidende gerir því skóna á vefsíðu sinni um viðskiptalífið, að FL Group hafi tapað hátt í 25 milljörðum íslenskra króna það sem af er þessum ársfjórðungi, eða eftir fyrsta október.

FL Group ekki undir neinum þrýstingi

Vísir sagði frá því í dag að FL Group væri undir miklum þrýstingi að selja hlut sinn í dönsku bruggverksmiðjunni Royal Unibrew.

Ráðstöfunartekjur heimila jukust um 18,7%

Ráðstöfunartekjur heimila jukust um 18,7% á milli áranna 2006 og 2005 samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands. Þá jókst kaupmáttur á mann um 8% sem er svipuð aukning og mældist á árinu 2005.

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið.

Astraeus alfarið í eigu Íslandinga

Northern Travel Holding hf hefur keypt allt hlutafé í félaginu Astraeus Limited. Fyrir kaupin átti Northern Travel Holding hf 51% af hlutafé félagins og á nú 100% af hlutafé félagsins.

Just4Kids oftast með lægsta verðið

Leikfangaverslunin Just4Kids var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Fréttablaðsins. Toys R us var hins vegar oftast með hæsta verðið.

Viðsnúningur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Í byrjun dags hækkaði vísitalan hins vegar lítillega.

Vilja seinka skráningu Símans á markað

Stjórn Skipta, sem meðal annars rekur Símann, hefur leitað eftir því við íslenska ríkið að skráningu félagsins á markað verði seinkað vegna þátttöku fyrirtækisins í söluferli á slóvenska símanum.

Úrvalsvísitalan á uppleið

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,04 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bréf í Bakkavör höfðu hækkað mest eða um 0,84 prósent.

Stuðlar að fasteignalækkun

„Ef íbúðakaupendur verða að taka ný og óhagstæðari lán frekar en að taka yfir gömul þá getur það bæði hægt mjög á fasteignaviðskiptum og stuðlað að verðlækkun,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Engin ákvörðun um kynjalöggjöf

Hvorki stjórnendur Kaupþings né Glitnis hafa tekið ákvörðun um hvernig brugðist verður við kynjalöggjöf sem tekur gildi um áramótin í Noregi. Frá og með þeim tímapunkti verða fjörutíu prósent stjórnarmanna almenningshlutafélaga að vera konur. Lúti fyrirtæki ekki þeim skilyrðum eiga þau yfir höfði sér að vera lokað.

Ætluðu að skila betri afkomu á afmælisári

Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair, segir í skoðun að gera upp í annarri mynt en íslensku krónunni. Sterk staða hennar nú spili stóra rullu í verri afkomutölum.

Samruni Byr og SPK samþykktur

Í dag veitti Fjármálaeftirlitið samþykki sitt fyrir samruna Byrs og SPK. Samþykkið er veitt á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Bréf í Atlantic Petroleum lækkuðu um rúm 15%

Þótt að hlutabréf hafi almennt hækkað í verði í kauphöllinni í dag vakti athygli að bréf í færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum lækkuðu um 15,45%. Við greinum frá afhverju í annarri frétt hér á viðskiptasíðu Vísi.

Veislunni lokið hjá Atlantic Petroleum?

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum er það félag sem hækkað hefur mest allra í kauphöllinni á þessu ári eða yfir 300%. Nú virðist veislunni vera lokið ef marka má greiningardeild Eik Bank sem mælir með sölu á bréfum í olíufélaginu.

Slökkt á sjónvarpssendum árið 2010

Hliðrænni sjónvarpsdreifingu verður hætt hér á landi í lok árs 2010 og stafræn dreifikerfi taka þá alfarið við dreifingu sjónvarpsefnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjarskiptaáætlun Póst- og fjarskiptastofnunar 2005-2010.

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Sökudólgarnir

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er einn af öflugri forystumönnum í íslensku atvinnulífi. Við kynningu á uppgjöri bankans undanfarið hefur hann auðvitað verið að réttlæta verri kjör Landsbankans á alþjóðlegum lánamörkuðum, eins og aðrir bankastjórar.

Vondir lögmenn

Mætur lögmaður í Vest­manna­eyjum fór með atkvæði Stillu, félags Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar fyrir helgina. Í Eyjum hefur myndast mikil samstaða um að „verja“ Vinnslustöðina sem Stillumenn vildu kaupa fyrir helmingi hærri upphæð en Eyjamenn ehf. buðu í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir