Viðskipti innlent

Geysir Green hefur enn ekki tekið afstöðu

Geysir Green Energy hefur enn ekki tekið afstöðu gagnvart þeirri ákvörðun borgarstjórnar og Orkuveitunnar að ógilda samruna GGE og REI einhliða.

Forsvarsmenn GGE hafa ekki viljað tjá sig um málið, en samkvæmt heimildum Vísis eru bæði stjórnendur GGE og REI að skoða hvort möguleiki sé á annarskonar samruna eða einhverju samstarfi milli fyrirtækjanna. Finnist ekki flötur á því gæti Orkuveitan verið skaðabótaskyld gagnvart GGE vegna samningsrofanna og er líklegt að á það muni reyna fyrir dómstólum.

Framhaldshluthafafundi REI var í gær frestað fram á næsta föstudag vegna þess að fulltrúar hluthafa þurftu lengri frest til að taka afstöðu til útrásarverkefnisins á Filippseyjum. Líklegt er að mál muni skýrast þegar framhaldsfundinum lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×