Viðskipti innlent

Lækkanir í kauphöllinni

MYND/SK

Hlutabréf héldu áfram að lækka í kauphöllinni í morgun þegar opnað var fyrir viðskipti. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 1,4 prósent það sem af er degi.

Í gær lækkaði úrvalsvísitalan um 1,53 prósent og hefur hún því lækkað um sem nemur þremur prósentum á einum sólarhring. P/F Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,04 prósent og þá hafa hlutabréf í Kaupþing banka lækkað um 1,73 prósent.

Hlutabréf í Bakkavör hafa hins vegar hækkað í verði um 0,68 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×