Viðskipti innlent

Kaupþing kaupir innlánafyrirtæki á Mön

Kaupþing samið við félagið Derbyshire Building Society um kaup á innlánafyrirtækinu Derbyshire Offshore sem er á eynni Mön.

Fram kemur í tilkynningu vegna kaupanna að félagið bjóði sérsniðna innlánsreikninga í pundum handa almennum viðskiptavinum og fyrirtækjum. Samanlögð innlán Derbyshire Offshore við lok þriðja ársfjórðungs námu rúmlega 320 milljónum punda eða um 41 milljarði íslenskra króna.

Kaupþing segir kaupin hafa óveruleg áhrif á heildarrekstur Kaupþingssamstæðunnar en reiknað er með að hið nýja félag verði sameinað núverandi starfsemi Kaupþings á Mön.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×