Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins 20. nóvember 2007 13:12 Seðlabanki Íslands. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira