Viðskipti innlent

Baugur kaupir frægasta vaxmyndasafn heims

Það er spurning hvort vaxmyndin af Robbie Williams hafi fylgt með í kaupunum.
Það er spurning hvort vaxmyndin af Robbie Williams hafi fylgt með í kaupunum. Nordic Photos/Getty

Fjárfestingasjóðurinn Prestbury 1, sem er að stórum hluta í eigu Baugs og Sir Toms Hunter, keypti á dögunum fjóra gríðarlega vinsæla ferðamannastaði í Englandi auk skemmtigarðs í Þýskalandi fyrir rúma áttatíu milljarða íslenskra króna. Meðal eignanna er Madame Tussaud-safnið í London, frægasta vaxmyndasafn heims en auk þess keypti sjóðurinn *Thorpe Park, Alton Towers, Warwick Castle og Heide Park skemmtigarðinn í Norður Þýskalandi.

Seljandi er Merlin Entertainment Group sem mun leigja staðina áfram næstu 35 árin. Þetta eru ekki fyrstu kaup Prestbury 1-sjóðsins því fyrr á þessu ári keypti sjóðurinn breska barkeðju á rétt rúman tíu milljarða og síðan 21 einkarekið sjúkrahús fyrir tæpa níutíu milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×