Viðskipti innlent

Spá aukinni verðbólgu

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólga úr 3,4% í 4,1%. Verðbólga var 6,9% í upphafi árs og lækkaði jafnt og þétt og náði lágmarki í 3,4% í ágúst. Margt kemur til sem veldur mikilli hækkun í september.

„Mest vegur verðhækkun á fatnaði vegna loka á sumarútsölum. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka og búast má við verðhækkun á matvöru sem og ýmsum árstíðabundnum verðhækkunum," segir í Morgunkorni Glitnis.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×