Fleiri fréttir Hækkar krónan fjóra daga í röð? Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur. 22.8.2007 11:20 Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni. 22.8.2007 10:44 Bréf í Existu tóku stökkið í morgun Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir. 22.8.2007 10:05 Minnir á norsku bankakrísuna Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. 22.8.2007 00:01 Blanda súkkulaðis og lakkríss vekur athygli Blanda af súkkulaði og lakkrís er meðal þess sem mesta athygli hefur vakið af tilraunaútflutningi Nóa Síríusar til Danmerkur. Í síðasta mánuði hófst útflutningur til Danmerkur fyrir verslunarkeðjuna IRMA. 22.8.2007 00:01 Fasteignatoppinum náð Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. 22.8.2007 00:01 Nýir straumar í hugbúnaðarþróun Landsmenn geta fengið að kynnast „Scrum“-hugmyndum á ráðstefnu á Nordica hinn 29. ágúst. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir víða pott brotinn í stjórnun þekkingarfyrirtækja hér á landi. 22.8.2007 00:01 Betra en á Straumsafslætti Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. 22.8.2007 00:01 Íslandsdeild útskriftarnema London Business School Stofnaður hefur verið London Business School Alumni Club Iceland, sem nefna mætti Íslandsdeild útskriftarnema LBS. Stofnfundur fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að viðstöddum hagfræðingnum Sir James Ball og eiginkonu hans Lady Lindsay Ball, auk hóps fyrrum nemenda skólans héðan. 22.8.2007 00:01 SPRON verður hlutafélag Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafa samþykkt að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Tillagan var borin upp á fundi stofnfjáreigenda í Borgarleikhúsinu sem hófst klukkan fimm í kvöld. 21.8.2007 18:03 Hlutabréf hækkuðu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð. Hækkun úrvalsvísitölunnar í dag nam 1,17 prósentum og stendur hún í 8.132 stigum. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 2,25 prósent en gengi bréfa í Kaupþingi kom þar á eftir, en þar hækkuðu hlutabréf um 2,13 prósent. 21.8.2007 17:11 Gasfélagið álitlegur fjárfestingakostur "Ég lít fyrst og fremst á þetta sem álitlegan fjárfestingakost," segir Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis í samtali við Vísi en hann hefur fest kaup á Gasfélaginu ehf. Félagið er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins. 21.8.2007 15:22 Hagnaður Icebank eykst um nærri 140 prósent milli ára Icebank skilaði nærri 4,2 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins sem nærri 140 prósentum meiri hagnaður en á samatímabili í fyrra. Þá nam hagnaðurinn nærri 1,8 milljörðum króna. 21.8.2007 13:44 Segja ástandið á mörkuðum verða viðkvæmt áfram Greiningardeild Glitnis spáir því að ástandið á hlutabréfamörkuðum, þar á meðal þeim íslenska, verði áfram viðkvæmt á næstu vikum. Í Morgunkorni greiningardeildarinnar er bent á að enn séu að koma fram upplýsingar um umfang á vandamálum tengdum svokölluðum annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum. 21.8.2007 12:02 Hreyfing opnar heilsulind í Glæsibæ með Bláa lóninu Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa hyggjast opna sameiginlega heilsulind í nýju húsnæði við Glæsibæ í Reykjavík. Eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum er um að ræða fyrstu heilsulind sinnar tegundar í heiminum en ætlunin er að opna fleiri slíkar heilsulindir í útlöndum á næstu árum. 21.8.2007 11:34 Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. 21.8.2007 09:41 Glitnir hækkar vexti af íbúðalánum Glitnir hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum íbúðalánum frá og með deginum í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni hækka vextir húsnæðislána án vaxtaendurskoðunar úr 5,20 prósentum í 5,80 prósent en vextir húsnæðislána með vaxtaendurskoðun hækka úr 6,20 prósent í 6,50 prósent. 21.8.2007 09:20 Launavísitalan hækkar líttilega Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. 21.8.2007 09:16 Eignir íslenskra heimila aukast Eignir íslenskra heimila hækkuðu um 1,1% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings. Vísitalan endurspeglar almenna eignasamsetningu heimila þar sem tekið er mið af þróun fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverðs. 20.8.2007 17:15 Exista hefur hækkað mest í dag Exista hefur hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,71%. Þar eftir kemur færeyska félagið Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 3,79%. Glitnir banki hefur hækkað um 3,54% og Kaupþing um 3,39%. Engin fyrirtæki hafa lækkað í dag. 20.8.2007 16:02 Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stig Úrvalsvísitalan hefur hækkað nokkuð í morgun í takt við hækkanir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fór yfir 8.000 stig um hádegisbil en vísitalan fór undir 8.000 stig í niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku. Gengi bréfa í Exista hefur leitt hækkunina í Kauphöllinni það sem af er degi en gengið hefur hækkað um rúm fimm prósent. 20.8.2007 12:52 Byggðarstofnun skilar hagnaði Byggðarstofnun skilaði ríflega 4 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Hreinar vaxtatekjur sofnunarinnar námu rétt rúmlega 86 milljónum króna miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á 49 milljónir á sama tímabili 2006. 20.8.2007 10:36 Nýir hluthafar í Saltkaupum Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Saltkaupa, hefur selt hlut sinn í félaginu til hóps fjárfesta undir forystu Ólafs Steinarssonar og Péturs Björnssonar. 20.8.2007 10:23 Exista hækkar mest í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan tók ágætlega við sér við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun eftir lækkanahrinu í síðustu viku og hækkaði um rétt rúm 2,2 prósent. Þetta er í takti við það hækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í Exista leiða hækkunina en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um tæp fimm prósent. 20.8.2007 10:04 Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar. 20.8.2007 08:56 MK One tapar tæpum þremur milljörðum Breska verslunarkeðjan MK One, sem er í eigu Baugs, var rekin með tæplega þriggja milljarða krónu halla á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Times. 20.8.2007 08:09 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar Íbúðaverð heldur áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir mikið framboð og hækkandi vexti af íbúðalánum. 20.8.2007 08:03 Öflugir erlendir fagfjárfestar keyptu Straumshlutinn Mikið hefur verið rætt og ritað í dag og í gær um þá ákvörðun fjárfestingabankans Straums/Burðaráss að selja 5,31% eignahlut sinn í bankanum. Flestum þótti verðið ansi lágt enda bréfin seld á genginu 18,6. Heimildir Vísis herma hins vegar að það hafi þjónað hagsmunum Straumsmanna að selja nú þar sem kaupendurnir eru öflugir erlendir fagfjárfestar munu styrkja bankann þegar til lengri tíma er litið. 18.8.2007 17:33 Novator selur BTC Fagnaðarlæti brutust út í bönkum í Sófíu í Búlgaríu sem sáu um sölulok á 90 prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group í gærmorgun. 18.8.2007 08:15 Eykur verðmæti hluthafa Kaupþings Innra virði bankans er ekki lægra frá skráningu. 18.8.2007 07:45 Peningaskápurinn ... Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er yfirtaka Kaupþings á NIBC í Hollandi stærsta fjárfesting í íslensku viðskiptalífi fyrr og síðar. Forsvarsmenn Kaupþings eru ekki bara sáttir við verðið, samsvörun þessara tveggja fyrirtækja- og fjárfestingarbanka er einnig augljós. 18.8.2007 05:00 Seldu eigin bréf undir lokagengi Straumur fjárfestingabanki seldi eigin hlutabréf fyrir rúma 10,2 milljarða króna laust eftir klukkan tíu í gærmorgun, alls 550 milljón hluti á genginu 18,6. 18.8.2007 03:30 Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum Gærdagurinn var sá besti í Kauphöllinni í eitt og hálft ár. Fjárfestar stukku inn á markaðinn eftir óvæntar fréttir frá Seðlabanka Bandaríkjanna. 18.8.2007 03:00 Sá óþekkti græddi 444 milljónir á Straumi í gær Straumur/Burðarás fjárfestingabanki seldi í gærmorgun stóran hluta sinna eigin bréfa í bankanum fyrir 10,23 milljarða. Ekki hefur fengist uppgefið hver kaupandinn er en sá óþekkti einstaklingur eða einstaklingar hljóta að brosa hringinn. Þegar markaðurinn lokaði í gærdag hafði hann eða þeir grætt 444 milljónir vegna mikilla hækkana bréfanna. 18.8.2007 00:29 Exista hækkaði um 5% í dag Nú við lokun hlutabréfamarkaðarins í dag er grænt á nær öllum tölum í Kauphöllinni og úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 3% yfir daginn. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum Exista eða 4,97%. 17.8.2007 15:46 Björgólfur hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað Björgólfur Thor Björgólfsson hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað með sölu á tveimur símafyrirtækjum í Austur-Evrópu á rúmu ári. Í dag var endanlega gengið frá sölu Novators, félags Björgólfs Thors, á 90% hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC fyrir 127 milljarða. Hagnaður Björgólfs Thors af þeim viðskiptum nemur um 60 milljörðum. Í fyrra seldi hann hlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu CRa og græddi 50 milljarða á þeim viðskiptum. 17.8.2007 14:04 Novator selur BTC fyrir 127 milljarða króna Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum, BTC, til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group. Söluandvirði nemur 1,4 milljörðum evra, jafnvirði 127 milljörðum íslenskra króna. 17.8.2007 13:05 Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli júní og júlí. Það sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um 11,7%, þar af hefur verð á fjölbýliseignum hækkað um 11,4% og á sérbýliseignum um 12,5%. 17.8.2007 12:52 Vísitölur á uppleið eftir vaxtalækkun Gengi hlutabréfa á alþjóðamörkuðum rauk upp skömmu eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt millibankavexti til að koma til móts við niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,14 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum leiddi hækkunina til skamms tíma þegar bréfin ruku upp um 6,7 prósent. 17.8.2007 12:34 Føroya Banki opnar útibú í Danmörku Hinn færeyski Føroya Banki ætlar að setja á laggirnar útibú í Danmörku á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hlutabréf í bankanum eru skráð í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Føroya Banki segir aðstæður á dönskum bankamarkaði ríma vel við stefnu bankans. 17.8.2007 11:24 Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 1,5 prósent við opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en þetta er í samræmi þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, sem þó hafa sveiflast beggja vegna núllsins. 17.8.2007 10:08 Eimskip opnar skrifstofu í Japan Eimskip hefu opnað sína fyrstu skrifstofu í Japan. Það gerði félagið í dag og er opnunin liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Asíu eins og segir í tilkynningu frá félaginu. 17.8.2007 09:54 Skúbb er best með forsjá Orðið á götunni þykir ein ferskasta vefsíðan í íslenskum netheimum. Eins og ötulum skúbburum sæmir fara Orðsins menn þó stundum fram úr sjálfum sér. Þannig greindi síðan fyrst frá brotthvarfi Allans Strand og nokkurra lykilstjórnenda Glitnis í Lúxemborg. 17.8.2007 09:05 Haglari, gull og dósamatur Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana, og engin virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sérfræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi aukist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta. 17.8.2007 08:27 Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara Aukin nýting á þeim hluta ljósleiðarakerfis landsins sem áður var í höndum Ratsjárstofnunar gæti opnað fyrir samkeppni á landsbyggðinni. Vodafone og Síminn hyggjast semja við ríkið um að fá að nota bandbreiddina sem losnar. 17.8.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hækkar krónan fjóra daga í röð? Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur. 22.8.2007 11:20
Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni. 22.8.2007 10:44
Bréf í Existu tóku stökkið í morgun Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir. 22.8.2007 10:05
Minnir á norsku bankakrísuna Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. 22.8.2007 00:01
Blanda súkkulaðis og lakkríss vekur athygli Blanda af súkkulaði og lakkrís er meðal þess sem mesta athygli hefur vakið af tilraunaútflutningi Nóa Síríusar til Danmerkur. Í síðasta mánuði hófst útflutningur til Danmerkur fyrir verslunarkeðjuna IRMA. 22.8.2007 00:01
Fasteignatoppinum náð Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. 22.8.2007 00:01
Nýir straumar í hugbúnaðarþróun Landsmenn geta fengið að kynnast „Scrum“-hugmyndum á ráðstefnu á Nordica hinn 29. ágúst. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir víða pott brotinn í stjórnun þekkingarfyrirtækja hér á landi. 22.8.2007 00:01
Betra en á Straumsafslætti Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. 22.8.2007 00:01
Íslandsdeild útskriftarnema London Business School Stofnaður hefur verið London Business School Alumni Club Iceland, sem nefna mætti Íslandsdeild útskriftarnema LBS. Stofnfundur fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að viðstöddum hagfræðingnum Sir James Ball og eiginkonu hans Lady Lindsay Ball, auk hóps fyrrum nemenda skólans héðan. 22.8.2007 00:01
SPRON verður hlutafélag Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafa samþykkt að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Tillagan var borin upp á fundi stofnfjáreigenda í Borgarleikhúsinu sem hófst klukkan fimm í kvöld. 21.8.2007 18:03
Hlutabréf hækkuðu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð. Hækkun úrvalsvísitölunnar í dag nam 1,17 prósentum og stendur hún í 8.132 stigum. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 2,25 prósent en gengi bréfa í Kaupþingi kom þar á eftir, en þar hækkuðu hlutabréf um 2,13 prósent. 21.8.2007 17:11
Gasfélagið álitlegur fjárfestingakostur "Ég lít fyrst og fremst á þetta sem álitlegan fjárfestingakost," segir Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis í samtali við Vísi en hann hefur fest kaup á Gasfélaginu ehf. Félagið er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins. 21.8.2007 15:22
Hagnaður Icebank eykst um nærri 140 prósent milli ára Icebank skilaði nærri 4,2 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins sem nærri 140 prósentum meiri hagnaður en á samatímabili í fyrra. Þá nam hagnaðurinn nærri 1,8 milljörðum króna. 21.8.2007 13:44
Segja ástandið á mörkuðum verða viðkvæmt áfram Greiningardeild Glitnis spáir því að ástandið á hlutabréfamörkuðum, þar á meðal þeim íslenska, verði áfram viðkvæmt á næstu vikum. Í Morgunkorni greiningardeildarinnar er bent á að enn séu að koma fram upplýsingar um umfang á vandamálum tengdum svokölluðum annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum. 21.8.2007 12:02
Hreyfing opnar heilsulind í Glæsibæ með Bláa lóninu Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa hyggjast opna sameiginlega heilsulind í nýju húsnæði við Glæsibæ í Reykjavík. Eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum er um að ræða fyrstu heilsulind sinnar tegundar í heiminum en ætlunin er að opna fleiri slíkar heilsulindir í útlöndum á næstu árum. 21.8.2007 11:34
Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. 21.8.2007 09:41
Glitnir hækkar vexti af íbúðalánum Glitnir hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum íbúðalánum frá og með deginum í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni hækka vextir húsnæðislána án vaxtaendurskoðunar úr 5,20 prósentum í 5,80 prósent en vextir húsnæðislána með vaxtaendurskoðun hækka úr 6,20 prósent í 6,50 prósent. 21.8.2007 09:20
Launavísitalan hækkar líttilega Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan. 21.8.2007 09:16
Eignir íslenskra heimila aukast Eignir íslenskra heimila hækkuðu um 1,1% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings. Vísitalan endurspeglar almenna eignasamsetningu heimila þar sem tekið er mið af þróun fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverðs. 20.8.2007 17:15
Exista hefur hækkað mest í dag Exista hefur hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,71%. Þar eftir kemur færeyska félagið Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 3,79%. Glitnir banki hefur hækkað um 3,54% og Kaupþing um 3,39%. Engin fyrirtæki hafa lækkað í dag. 20.8.2007 16:02
Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stig Úrvalsvísitalan hefur hækkað nokkuð í morgun í takt við hækkanir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fór yfir 8.000 stig um hádegisbil en vísitalan fór undir 8.000 stig í niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku. Gengi bréfa í Exista hefur leitt hækkunina í Kauphöllinni það sem af er degi en gengið hefur hækkað um rúm fimm prósent. 20.8.2007 12:52
Byggðarstofnun skilar hagnaði Byggðarstofnun skilaði ríflega 4 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Hreinar vaxtatekjur sofnunarinnar námu rétt rúmlega 86 milljónum króna miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á 49 milljónir á sama tímabili 2006. 20.8.2007 10:36
Nýir hluthafar í Saltkaupum Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Saltkaupa, hefur selt hlut sinn í félaginu til hóps fjárfesta undir forystu Ólafs Steinarssonar og Péturs Björnssonar. 20.8.2007 10:23
Exista hækkar mest í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan tók ágætlega við sér við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun eftir lækkanahrinu í síðustu viku og hækkaði um rétt rúm 2,2 prósent. Þetta er í takti við það hækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í Exista leiða hækkunina en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um tæp fimm prósent. 20.8.2007 10:04
Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar. 20.8.2007 08:56
MK One tapar tæpum þremur milljörðum Breska verslunarkeðjan MK One, sem er í eigu Baugs, var rekin með tæplega þriggja milljarða krónu halla á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Times. 20.8.2007 08:09
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar Íbúðaverð heldur áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir mikið framboð og hækkandi vexti af íbúðalánum. 20.8.2007 08:03
Öflugir erlendir fagfjárfestar keyptu Straumshlutinn Mikið hefur verið rætt og ritað í dag og í gær um þá ákvörðun fjárfestingabankans Straums/Burðaráss að selja 5,31% eignahlut sinn í bankanum. Flestum þótti verðið ansi lágt enda bréfin seld á genginu 18,6. Heimildir Vísis herma hins vegar að það hafi þjónað hagsmunum Straumsmanna að selja nú þar sem kaupendurnir eru öflugir erlendir fagfjárfestar munu styrkja bankann þegar til lengri tíma er litið. 18.8.2007 17:33
Novator selur BTC Fagnaðarlæti brutust út í bönkum í Sófíu í Búlgaríu sem sáu um sölulok á 90 prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group í gærmorgun. 18.8.2007 08:15
Peningaskápurinn ... Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er yfirtaka Kaupþings á NIBC í Hollandi stærsta fjárfesting í íslensku viðskiptalífi fyrr og síðar. Forsvarsmenn Kaupþings eru ekki bara sáttir við verðið, samsvörun þessara tveggja fyrirtækja- og fjárfestingarbanka er einnig augljós. 18.8.2007 05:00
Seldu eigin bréf undir lokagengi Straumur fjárfestingabanki seldi eigin hlutabréf fyrir rúma 10,2 milljarða króna laust eftir klukkan tíu í gærmorgun, alls 550 milljón hluti á genginu 18,6. 18.8.2007 03:30
Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum Gærdagurinn var sá besti í Kauphöllinni í eitt og hálft ár. Fjárfestar stukku inn á markaðinn eftir óvæntar fréttir frá Seðlabanka Bandaríkjanna. 18.8.2007 03:00
Sá óþekkti græddi 444 milljónir á Straumi í gær Straumur/Burðarás fjárfestingabanki seldi í gærmorgun stóran hluta sinna eigin bréfa í bankanum fyrir 10,23 milljarða. Ekki hefur fengist uppgefið hver kaupandinn er en sá óþekkti einstaklingur eða einstaklingar hljóta að brosa hringinn. Þegar markaðurinn lokaði í gærdag hafði hann eða þeir grætt 444 milljónir vegna mikilla hækkana bréfanna. 18.8.2007 00:29
Exista hækkaði um 5% í dag Nú við lokun hlutabréfamarkaðarins í dag er grænt á nær öllum tölum í Kauphöllinni og úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 3% yfir daginn. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum Exista eða 4,97%. 17.8.2007 15:46
Björgólfur hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað Björgólfur Thor Björgólfsson hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað með sölu á tveimur símafyrirtækjum í Austur-Evrópu á rúmu ári. Í dag var endanlega gengið frá sölu Novators, félags Björgólfs Thors, á 90% hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC fyrir 127 milljarða. Hagnaður Björgólfs Thors af þeim viðskiptum nemur um 60 milljörðum. Í fyrra seldi hann hlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu CRa og græddi 50 milljarða á þeim viðskiptum. 17.8.2007 14:04
Novator selur BTC fyrir 127 milljarða króna Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum, BTC, til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group. Söluandvirði nemur 1,4 milljörðum evra, jafnvirði 127 milljörðum íslenskra króna. 17.8.2007 13:05
Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli júní og júlí. Það sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um 11,7%, þar af hefur verð á fjölbýliseignum hækkað um 11,4% og á sérbýliseignum um 12,5%. 17.8.2007 12:52
Vísitölur á uppleið eftir vaxtalækkun Gengi hlutabréfa á alþjóðamörkuðum rauk upp skömmu eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt millibankavexti til að koma til móts við niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,14 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum leiddi hækkunina til skamms tíma þegar bréfin ruku upp um 6,7 prósent. 17.8.2007 12:34
Føroya Banki opnar útibú í Danmörku Hinn færeyski Føroya Banki ætlar að setja á laggirnar útibú í Danmörku á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hlutabréf í bankanum eru skráð í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Føroya Banki segir aðstæður á dönskum bankamarkaði ríma vel við stefnu bankans. 17.8.2007 11:24
Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 1,5 prósent við opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en þetta er í samræmi þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, sem þó hafa sveiflast beggja vegna núllsins. 17.8.2007 10:08
Eimskip opnar skrifstofu í Japan Eimskip hefu opnað sína fyrstu skrifstofu í Japan. Það gerði félagið í dag og er opnunin liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Asíu eins og segir í tilkynningu frá félaginu. 17.8.2007 09:54
Skúbb er best með forsjá Orðið á götunni þykir ein ferskasta vefsíðan í íslenskum netheimum. Eins og ötulum skúbburum sæmir fara Orðsins menn þó stundum fram úr sjálfum sér. Þannig greindi síðan fyrst frá brotthvarfi Allans Strand og nokkurra lykilstjórnenda Glitnis í Lúxemborg. 17.8.2007 09:05
Haglari, gull og dósamatur Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana, og engin virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sérfræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi aukist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta. 17.8.2007 08:27
Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara Aukin nýting á þeim hluta ljósleiðarakerfis landsins sem áður var í höndum Ratsjárstofnunar gæti opnað fyrir samkeppni á landsbyggðinni. Vodafone og Síminn hyggjast semja við ríkið um að fá að nota bandbreiddina sem losnar. 17.8.2007 00:01