Tækifæri í umrótinu 24. ágúst 2007 04:00 Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira