Fleiri fréttir Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. 30.6.2007 16:59 Gróðavon í fasteignaviðskiptum Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær. 30.6.2007 05:45 Yfirtakan á Invik í höfn Ekkert kemur nú í veg fyrir að yfirtaka Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, á sænska fjármálafyrirtækinu Invik gangi eftir. Í gær hafði Racon Holdings, dótturfélag Milestone, tryggt sér um 98 prósent hlutafjár í Invik og 99 prósent atkvæðisréttar þegar tilboðsfrestur rann út. 30.6.2007 04:30 Keops tvöfaldar stærð Stoða Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ 30.6.2007 02:45 Sorpa bs. selur hlut sinn í Efnamóttökunni hf. Stjórn SORPU bs. samþykkti síðastliðinn mánudag tilboð Furu hf. og Gámaþjónustunnar hf. í eignarhlut SORPU bs. í Efnamóttökunni hf. 29.6.2007 22:29 Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir. 29.6.2007 20:37 Geysir Green Energy stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Árborg, Vestmannaeyjum og í Kópavogi hafa selt hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fyrirtækið hefur nú eignast 43 % prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og var gengið frá kaupunum í dag. 29.6.2007 18:57 Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi. 29.6.2007 16:31 Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. 29.6.2007 15:15 Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda. 29.6.2007 11:16 Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. 29.6.2007 10:56 FL Group tekur 28 milljarða lán FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni. 29.6.2007 10:22 Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára. 29.6.2007 09:41 Risasparisjóður í höfuðborginni Sameinaður sparisjóður Byrs og SPK er metinn á 45 milljarða króna. Sóknarsamruni, segja stjórnarformenn sparisjóðanna. 29.6.2007 06:00 Brynhildur ráðin til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Stöðvar 2, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. 28.6.2007 15:18 PFS úthlutar tíðniheimildum Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja. 28.6.2007 15:12 BYR og SPK sameinast Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007. 28.6.2007 13:00 Árdegi kaupir hlut Baugs Group í Merlin Árdegi hf hefur keypt hlut Baugs Group í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir söluna verður Merlin dótturfélag Árdegis sem mun eiga 65% af fyrirtækinu og Milestone mun eiga 35%. Það verða engar meiriháttar breytingar á núverandi þriggja ára viðsnúningsáætlun Merlin. 28.6.2007 09:47 Norvik banka fær einkunn hjá Moody’s Norvik banka í Lettlandi, sem er í eigu Íslendinga, hefur fengið lánshæfiseinkunnina Ba3 frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s Investor Service, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mat á skammtímaskuldbindingum. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 28.6.2007 09:24 Finnur verður framkvæmdastjóri Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. 28.6.2007 06:00 Tólf mánaða verðbólga fer niður fyrir fjögur prósent. Greiningardeildir bankanna reikna með litlum breytingum á vísitölu neysluverðs (VNV) milli júní og júlí. Sérfræðingar Kaupþings spá 0,1 prósents hækkun verðlags í júlí en hins vegar reikna kollegar þeirra hjá Landsbankanum með 0,1 prósents lækkun og Glitnismenn spá 0,2 prósenta lækkun. 28.6.2007 05:30 Sækir á evrópskan fasteignamarkað Baugur Group hyggst gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Immo-Croissance. Félagið er skráð í kauphöllina í Lúxemborg og Euronext-kauphöllina í Brussel. 28.6.2007 05:00 Þeir ríkustu verða ríkari Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið. 27.6.2007 14:30 Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent. Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. 27.6.2007 12:42 Spá 150 þúsund tonna þorskkvóta Greiningardeild Glitnis spáir því að þorskkvótinn verði 150 þúsund tonn í ljósi nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar um þorskstofninn og viðbragða ráðamanna við henni. 27.6.2007 10:47 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína um 0,1 prósent í kjölfar útboðs í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,80 prósent en vextir lána án uppgreiðsluálags eru 5,05 prósent. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem sjóðurinn hækkar vexti sína en 6. júní hækkuðu vextir um 0,05 prósent. 27.6.2007 09:36 Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst.“ 27.6.2007 06:30 Barist við gúrkuna Gúrkan er alls ráðandi í fjölmiðlunum þessa dagana og fréttamenn berjast við að kreista fram fréttir; svona eins og fréttin um það að fjöldi fæðinga það sem af er ári væri svipaður og meðaltal undanfarinna ára. 27.6.2007 06:00 Líkar heimildir hér og í Evrópu Valdaheimildir eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum eru svipaðar en sektarfjárhæðir breytilegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana sem gerðar voru um mitt ár 2006 fyrir tilstilli Samstarfsnefndar eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum. 27.6.2007 06:00 Ekkert nema algjör yfirráð Þeim hluthöfum sem hefðu áhuga á að eiga áfram hlut sinn í Actavis, þrátt fyrir afskráningu félagsins, stendur það ekki til boða. Að minnsta kosti ekki ef Novator fær sínu framgengt. 27.6.2007 05:15 Krónan sterk Gengi krónu mun haldast hátt svo lengi sem vaxtamunur minnkar ekki að neinu marki, samkvæmt Greiningu Glitnis. Með áhrifum sínum á væntingar um vaxtamuninn hafa lækkandi verðbólga, lágar hagvaxtartölur og ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar dregið einhvern þrótt úr því styrkingarferli sem einkenndi gengisþróunina í apríl og maí. 27.6.2007 05:00 Arvato AG semur við OpenHand Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hefur gengið til samninga við alþjóðlega samskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Arvato AG. OpenHand útvegar Arvato AG lausn fyrir nýja þjónustu sem er væntanleg á markað í Þýskalandi, en hún samtvinnar nokkrar samskiptalausnir í eina áskriftarleið. Þannig verði til dæmis hægt að nota tölvupóstsþjónustu, skilaboðaþjónustu, eins og MSN, og tala um internetið. 27.6.2007 04:45 Litli hluthafinn Einn fremur varfærinn vildarvinur Markaðarins bættist í hóp minnstu hluthafa í Føroya banka í almennu hlutafjárútboði á dögunum. Vinurinn, sem kom inn í hluthafahópinn á genginu 189 danskar krónur á hlut lagði út rúmar 10.000 krónur í útboðinu fyrir fimm hluti í þeim færeyska. 27.6.2007 04:30 Slagurinn merki um þroska markaðar Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. 27.6.2007 04:15 Neytendur sáttir við sitt Neytendur hafa aldrei mælst ánægðari með núverandi ástand. Þetta sýnir nýbirt væntingavísitala Gallup sem birt var í gær fyrir júnímánuð. Hins vegar dregur örlítið úr væntingunum þegar þeir líta til næstu sex mánaða. Þrátt fyrir það eru væntingarnar miklar. 27.6.2007 03:15 Samstarf sem allir hagnast á Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. 27.6.2007 03:15 Væntur gróði Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki. 27.6.2007 03:00 Sveiflur í raungengi eru langar og stórar Jón Steinsson, hagfræðingur og verðandi lektor við Columbia University í New York, hefur fengið grein samþykkta til birtingar í fræðitímaritinu American Economic Review. Greinin, sem nefnist „The Dynamic Behavior of the Real Exchange Rate in Sticky Price Models“, fjallar um þróun raungengis í helstu iðnríkjunum, það er G-7 löndum, á síðustu þrjátíu árum þar sem reynt er að útskýra langar sveiflur í þróun raungengis. 27.6.2007 02:45 Nýherji opnar lífsstílsverslun Nýherji hefur opnað verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl að Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Í versluninni munu einstaklingar geta nálgast vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja. Á efri hæð er svo fyrirtækjaþjónusta Sense til húsa. „Með breytingunni er Nýherji að svara síaukinni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir hágæða vörum og þjónustu á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. 27.6.2007 02:00 Gætum dottið inn í undanúrslitin „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. 27.6.2007 02:00 Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. 27.6.2007 02:00 Hagnaður Straumborgar dróst saman Straumborg hagnaðist um 2,05 milljarða króna í fyrra samanborið við tæplega fimm milljarða króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu félagsins til Kauphallarinnar í tilefni af útgáfu víxla. 27.6.2007 02:00 Aðgerð „Albatross“ hafin hjá Glitni Innan Glitnis er hafin vinna við að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi og nefnist verkefnið „Albatross“. Bankinn mun óska eftir heimild til að samræma starfsemina í Noregi, þar á meðal að fella Bolig- og Næringsbanken (BNbank) og Glitnir Bank í eina sterka heild. Þó er tekið fram að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi. Höfuðstöðvar Glitnis Bank yrðu í Þrándheimi en fyrirtækjabankastarfsemin í Álasundi. 27.6.2007 01:45 Ísland hefur allt að bjóða Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. 27.6.2007 01:15 Mikill ávinningur fyrir landsmenn „Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað. 27.6.2007 01:15 Sjá næstu 50 fréttir
Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. 30.6.2007 16:59
Gróðavon í fasteignaviðskiptum Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær. 30.6.2007 05:45
Yfirtakan á Invik í höfn Ekkert kemur nú í veg fyrir að yfirtaka Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, á sænska fjármálafyrirtækinu Invik gangi eftir. Í gær hafði Racon Holdings, dótturfélag Milestone, tryggt sér um 98 prósent hlutafjár í Invik og 99 prósent atkvæðisréttar þegar tilboðsfrestur rann út. 30.6.2007 04:30
Keops tvöfaldar stærð Stoða Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ 30.6.2007 02:45
Sorpa bs. selur hlut sinn í Efnamóttökunni hf. Stjórn SORPU bs. samþykkti síðastliðinn mánudag tilboð Furu hf. og Gámaþjónustunnar hf. í eignarhlut SORPU bs. í Efnamóttökunni hf. 29.6.2007 22:29
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir. 29.6.2007 20:37
Geysir Green Energy stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Árborg, Vestmannaeyjum og í Kópavogi hafa selt hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fyrirtækið hefur nú eignast 43 % prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og var gengið frá kaupunum í dag. 29.6.2007 18:57
Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi. 29.6.2007 16:31
Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. 29.6.2007 15:15
Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda. 29.6.2007 11:16
Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. 29.6.2007 10:56
FL Group tekur 28 milljarða lán FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni. 29.6.2007 10:22
Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára. 29.6.2007 09:41
Risasparisjóður í höfuðborginni Sameinaður sparisjóður Byrs og SPK er metinn á 45 milljarða króna. Sóknarsamruni, segja stjórnarformenn sparisjóðanna. 29.6.2007 06:00
Brynhildur ráðin til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Stöðvar 2, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. 28.6.2007 15:18
PFS úthlutar tíðniheimildum Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja. 28.6.2007 15:12
BYR og SPK sameinast Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007. 28.6.2007 13:00
Árdegi kaupir hlut Baugs Group í Merlin Árdegi hf hefur keypt hlut Baugs Group í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir söluna verður Merlin dótturfélag Árdegis sem mun eiga 65% af fyrirtækinu og Milestone mun eiga 35%. Það verða engar meiriháttar breytingar á núverandi þriggja ára viðsnúningsáætlun Merlin. 28.6.2007 09:47
Norvik banka fær einkunn hjá Moody’s Norvik banka í Lettlandi, sem er í eigu Íslendinga, hefur fengið lánshæfiseinkunnina Ba3 frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s Investor Service, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mat á skammtímaskuldbindingum. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 28.6.2007 09:24
Finnur verður framkvæmdastjóri Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. 28.6.2007 06:00
Tólf mánaða verðbólga fer niður fyrir fjögur prósent. Greiningardeildir bankanna reikna með litlum breytingum á vísitölu neysluverðs (VNV) milli júní og júlí. Sérfræðingar Kaupþings spá 0,1 prósents hækkun verðlags í júlí en hins vegar reikna kollegar þeirra hjá Landsbankanum með 0,1 prósents lækkun og Glitnismenn spá 0,2 prósenta lækkun. 28.6.2007 05:30
Sækir á evrópskan fasteignamarkað Baugur Group hyggst gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Immo-Croissance. Félagið er skráð í kauphöllina í Lúxemborg og Euronext-kauphöllina í Brussel. 28.6.2007 05:00
Þeir ríkustu verða ríkari Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið. 27.6.2007 14:30
Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent. Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. 27.6.2007 12:42
Spá 150 þúsund tonna þorskkvóta Greiningardeild Glitnis spáir því að þorskkvótinn verði 150 þúsund tonn í ljósi nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar um þorskstofninn og viðbragða ráðamanna við henni. 27.6.2007 10:47
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína um 0,1 prósent í kjölfar útboðs í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,80 prósent en vextir lána án uppgreiðsluálags eru 5,05 prósent. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem sjóðurinn hækkar vexti sína en 6. júní hækkuðu vextir um 0,05 prósent. 27.6.2007 09:36
Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst.“ 27.6.2007 06:30
Barist við gúrkuna Gúrkan er alls ráðandi í fjölmiðlunum þessa dagana og fréttamenn berjast við að kreista fram fréttir; svona eins og fréttin um það að fjöldi fæðinga það sem af er ári væri svipaður og meðaltal undanfarinna ára. 27.6.2007 06:00
Líkar heimildir hér og í Evrópu Valdaheimildir eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum eru svipaðar en sektarfjárhæðir breytilegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana sem gerðar voru um mitt ár 2006 fyrir tilstilli Samstarfsnefndar eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum. 27.6.2007 06:00
Ekkert nema algjör yfirráð Þeim hluthöfum sem hefðu áhuga á að eiga áfram hlut sinn í Actavis, þrátt fyrir afskráningu félagsins, stendur það ekki til boða. Að minnsta kosti ekki ef Novator fær sínu framgengt. 27.6.2007 05:15
Krónan sterk Gengi krónu mun haldast hátt svo lengi sem vaxtamunur minnkar ekki að neinu marki, samkvæmt Greiningu Glitnis. Með áhrifum sínum á væntingar um vaxtamuninn hafa lækkandi verðbólga, lágar hagvaxtartölur og ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar dregið einhvern þrótt úr því styrkingarferli sem einkenndi gengisþróunina í apríl og maí. 27.6.2007 05:00
Arvato AG semur við OpenHand Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hefur gengið til samninga við alþjóðlega samskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Arvato AG. OpenHand útvegar Arvato AG lausn fyrir nýja þjónustu sem er væntanleg á markað í Þýskalandi, en hún samtvinnar nokkrar samskiptalausnir í eina áskriftarleið. Þannig verði til dæmis hægt að nota tölvupóstsþjónustu, skilaboðaþjónustu, eins og MSN, og tala um internetið. 27.6.2007 04:45
Litli hluthafinn Einn fremur varfærinn vildarvinur Markaðarins bættist í hóp minnstu hluthafa í Føroya banka í almennu hlutafjárútboði á dögunum. Vinurinn, sem kom inn í hluthafahópinn á genginu 189 danskar krónur á hlut lagði út rúmar 10.000 krónur í útboðinu fyrir fimm hluti í þeim færeyska. 27.6.2007 04:30
Slagurinn merki um þroska markaðar Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. 27.6.2007 04:15
Neytendur sáttir við sitt Neytendur hafa aldrei mælst ánægðari með núverandi ástand. Þetta sýnir nýbirt væntingavísitala Gallup sem birt var í gær fyrir júnímánuð. Hins vegar dregur örlítið úr væntingunum þegar þeir líta til næstu sex mánaða. Þrátt fyrir það eru væntingarnar miklar. 27.6.2007 03:15
Samstarf sem allir hagnast á Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. 27.6.2007 03:15
Væntur gróði Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki. 27.6.2007 03:00
Sveiflur í raungengi eru langar og stórar Jón Steinsson, hagfræðingur og verðandi lektor við Columbia University í New York, hefur fengið grein samþykkta til birtingar í fræðitímaritinu American Economic Review. Greinin, sem nefnist „The Dynamic Behavior of the Real Exchange Rate in Sticky Price Models“, fjallar um þróun raungengis í helstu iðnríkjunum, það er G-7 löndum, á síðustu þrjátíu árum þar sem reynt er að útskýra langar sveiflur í þróun raungengis. 27.6.2007 02:45
Nýherji opnar lífsstílsverslun Nýherji hefur opnað verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl að Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Í versluninni munu einstaklingar geta nálgast vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja. Á efri hæð er svo fyrirtækjaþjónusta Sense til húsa. „Með breytingunni er Nýherji að svara síaukinni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir hágæða vörum og þjónustu á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. 27.6.2007 02:00
Gætum dottið inn í undanúrslitin „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. 27.6.2007 02:00
Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. 27.6.2007 02:00
Hagnaður Straumborgar dróst saman Straumborg hagnaðist um 2,05 milljarða króna í fyrra samanborið við tæplega fimm milljarða króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu félagsins til Kauphallarinnar í tilefni af útgáfu víxla. 27.6.2007 02:00
Aðgerð „Albatross“ hafin hjá Glitni Innan Glitnis er hafin vinna við að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi og nefnist verkefnið „Albatross“. Bankinn mun óska eftir heimild til að samræma starfsemina í Noregi, þar á meðal að fella Bolig- og Næringsbanken (BNbank) og Glitnir Bank í eina sterka heild. Þó er tekið fram að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi. Höfuðstöðvar Glitnis Bank yrðu í Þrándheimi en fyrirtækjabankastarfsemin í Álasundi. 27.6.2007 01:45
Ísland hefur allt að bjóða Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. 27.6.2007 01:15
Mikill ávinningur fyrir landsmenn „Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað. 27.6.2007 01:15