Viðskipti innlent

Tólf mánaða verðbólga fer niður fyrir fjögur prósent.

Greiningardeildir bankanna reikna með litlum breytingum á vísitölu neysluverðs (VNV) milli júní og júlí. Sérfræðingar Kaupþings spá 0,1 prósents hækkun verðlags í júlí en hins vegar reikna kollegar þeirra hjá Landsbankanum með 0,1 prósents lækkun og Glitnismenn spá 0,2 prósenta lækkun.

Samkvæmt spám greiningardeildanna fer tólf mánaða verðbólga undir fjögur prósent og verður á bilinu 3,4-3,6 prósent. Verðbólgan hefur farið lækkandi á árinu en í upphafi árs var hún 6,9 prósent.

Útsölur koma til með að draga úr hækkunum verðlags en aftur á móti vinnur hækkandi fasteignaverð á móti útsöluáhrifum.

Hagstofan birtir næstu mælingu þann 11. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×