Fleiri fréttir

Íbúðaverð á landinu lækkaði annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desembermánuði, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða og benda flest gögn til að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert. Þetta séu góðar fréttir, meðal annars fyrir verðbólguhorfur.

Bein útsending: Ný græn auðlind
Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundi um raforkumarkaði á Reykjavík Hilton Nordica á Suðurlandsbraut í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.

Rebekka Ósk í eigendahóp OPUS lögmanna
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir lögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna.

Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum
Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu.

Lægri kostnaður með nýrri greiðslulausn
„Þetta er miklu hagstæðara fyrir okkur. Við vorum áður með fjóra posa í gangi hér á stofunni og kostnaðurinn við þennan nýja er margfalt minni,“ segir Atli Már Sigurðsson, annar rekstraraðila hárgreiðslustofunnar Hárbær en stofan tók nýlega í gagnið deiliposa frá Vodafone.

Fá dæmisögur úr atvinnulífinu beint í æð
„Hvaða störf verða til á morgun og hver er framtíðarsýnin? Hvaða þörf er að verða til á vinnumarkaðnum? Um 80% þeirra sem sækja námskeið hjá okkur eru með háskólagráður og um helmingur með mastersgráðu eða MBA. Við keyrum sterkt á slagorðinu „menntun fyrir tækifæri framtíðarinnar“ og leggjum áherslu á hvernig við getum þjálfað fólk á vinnumarkaði til að efla sig í starfi eða finna nýjan farveg í atvinnulífinu,“ útskýrir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias en Akademias býður úrval námskeiða þar sem eru klæðskerasniðin að íslensku atvinnulífi.

Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður
Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar.

Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR
LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.

„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“
Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum.

Hafa keypt Steinsmiðjuna Rein
Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík.

Vara við neyslu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu
Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna.

Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin.

Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar
Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns.

Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi
Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum.

Loppumarkaðir hækka þóknun á seldum vörum
Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg.

Ástríða fyrir velgengni annarra
Í dag hafa 34.267 einstaklingar útskrifast af námskeiðum Dale Carnegie sem samsvarar um 10% þjóðarinnar og þá er ótalið þúsundir annarra sem hafa komið á vinnustofur og styttri atburði. Óhætt er að fullyrða að ekkert annað land státi af viðlíka tölfræði. Vörumerkið hefur verið þekkt hér á landi svo árum skiptir er færri vita hvaða teymi knýr eldmóðinn sem skapað hefur þessa velgengni.

Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“
„Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn.

Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir
Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“
„Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play.

Á döfinni í fyrra: Því að lífið er svo miklu meira en vinna
Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp ýmiss viðtöl og efni úr Atvinnulífinu í fyrra eða á vegum umsjónarmanns Atvinnulífsins.

Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“
Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra.

Tesla lækkar verð um 20 prósent: Hlakkar í sumum á meðan aðrir steyta hnefa
Tesla lækkaði verð á bifreiðum sínum verulega í dag. Á Íslandi hefur verðið lækkað um allt að tuttugu prósent. Sumir telja sig svikna en aðrir taka verðlækkuninni fagnandi.

Lagði Adidas í deilu um rendurnar
Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum.

SA kom ekki nálægt samningum við verkfræðinga
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að SA hafi ekki á nokkurn hátt komið að kjarasamningnum sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerðu í desember við FRV, félag ráðgjafarverkræðinga.

Sjö fyrirtæki hlutu viðurkenningu Ánægjuvogarinnar
Sjö fyrirtæki hlutu í morgun viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 en alls voru 40 fyrirtæki mæld í fjórtán atvinnugreinum. Þetta er í 24. árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með Ánægjuvoginni.

Helga María nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon
Helga María Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Hún tekur við af Dagnýju Pétursdóttur sem hættir störfum í byrjun mars.

Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kynntar á Grand Hótel klukkan 8:30 í dag.

Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“
Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins.

Verkfræðingar sömdu án launaþaks og bankamenn vilja það sama
Ekkert launaþak var sett í kjarasamningi sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerði í desember við FRV félag Félag ráðgjafarverkræðinga.

Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir
„Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar.

Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu
Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað
Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar.

Vera ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs
Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun.

Skattamálum Samherja lokið með sátt
Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“
Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum.

Norska ríkisstjórnin gefur út 47 ný leyfi til olíuleitar
Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur úthlutað 47 nýjum sérleyfum til olíuleitar og olíuvinnslu á norska landgrunninu. Ráðherrann tilkynnti um úthlutunina á árlegri ráðstefnu norska olíuiðnaðarins í bænum Sandefjord í fyrradag.

Heiðar Þór frá Icelandair til BusTravel Iceland
Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland.

IKEA innkallar spegla
IKEA hefur ákveðið að innkalla LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað.

Ríkasti maður heims gerir dóttur sína að forstjóra Dior
Ríkasti maður heims, hinn franski Bernard Arnault, hefur skipað dóttur sína, Delphine Arnault, í embætti forstjóra tískuvöruhússins Dior.

Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama
Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama.

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“
„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga
Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður.

Segir ferðaiðnaðinn sprunginn og pólitískan vilja vanta
Formaður Landverndar er uggandi yfir spá Ferðamálastofu um að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins á árinu. Innviðir landsins og náttúran sjálf séu að þolmörkum komin.

Einar og Þorbjörg til Landsbankans
Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Spá ferðamannafjölda á pari við 2018
Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst.