Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 14:58 EPA/JUSTIN LANE Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. Fréttaveitan segir að framkvæmdastjórnin muni senda yfirlýsingu til Microsoft á komandi vikum. Þar verður farið yfir af hverju stofnunin er mótfallin kaupunum. Í yfirlýsingu til Reuters segja talsmenn Microsoft að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni náið með framkvæmdastjórninni að því að mæta áhyggjum eftirlitsaðila og yfirvalda. Markmið fyrirtækisins sé að veita fleira fólki aðgang að fleiri tölvuleikjum og kaupin muni hjálpa við það. Microsoft tilkynnti að 69 milljarða dala kauptilboð í AB hefði verið samþykkt og að búið væri að skrifa undir samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Sameining Microsoft og Activision Blizzard yrði sú stærsta í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) sagði að desember að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC vísar meðal annars í það að Microsoft ætli að gera komandi leiki fyrirtækisins Zenimax, sem Microsoft keypti fyrir nokkrum árum, eingöngu fáanlega á Xbox eða PC tölvur. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Yfirvöld í Bretlandi hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna kaupanna. Forsvarsmenn Microsoft gerðu nýverið samkomulag við Nintendo um að Call of Duty leikirnir, sem eru einhverjir vinsælustu leikir heims, verði gerðir aðgengilegir á leikjatölvum Nintendo næstu tíu árin. Leikirnir eiga einnig að vera aðgengilegir á Steam í framtíðinni, sem er leikjaveita í samkeppni við Microsoft. Áðurnefndir forsvarsmenn Microsoft segja tilbúnir til að gera sambærilegt samkomulag við Sony, um að halda COD-leikjum á PlayStation leikjatölvunum. Microsoft Sony Leikjavísir Evrópusambandið Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fréttaveitan segir að framkvæmdastjórnin muni senda yfirlýsingu til Microsoft á komandi vikum. Þar verður farið yfir af hverju stofnunin er mótfallin kaupunum. Í yfirlýsingu til Reuters segja talsmenn Microsoft að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni náið með framkvæmdastjórninni að því að mæta áhyggjum eftirlitsaðila og yfirvalda. Markmið fyrirtækisins sé að veita fleira fólki aðgang að fleiri tölvuleikjum og kaupin muni hjálpa við það. Microsoft tilkynnti að 69 milljarða dala kauptilboð í AB hefði verið samþykkt og að búið væri að skrifa undir samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Sameining Microsoft og Activision Blizzard yrði sú stærsta í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) sagði að desember að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC vísar meðal annars í það að Microsoft ætli að gera komandi leiki fyrirtækisins Zenimax, sem Microsoft keypti fyrir nokkrum árum, eingöngu fáanlega á Xbox eða PC tölvur. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Yfirvöld í Bretlandi hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna kaupanna. Forsvarsmenn Microsoft gerðu nýverið samkomulag við Nintendo um að Call of Duty leikirnir, sem eru einhverjir vinsælustu leikir heims, verði gerðir aðgengilegir á leikjatölvum Nintendo næstu tíu árin. Leikirnir eiga einnig að vera aðgengilegir á Steam í framtíðinni, sem er leikjaveita í samkeppni við Microsoft. Áðurnefndir forsvarsmenn Microsoft segja tilbúnir til að gera sambærilegt samkomulag við Sony, um að halda COD-leikjum á PlayStation leikjatölvunum.
Microsoft Sony Leikjavísir Evrópusambandið Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira