Samstarf

Ástríða fyrir velgengni annarra

Dale Carnegie
Fólkið á bakvið Dale Carnegie. Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Magnús, Bára, Margrét, Dagný, Jósafat, Unnur, Rebekka, Soffía, Viðar, Gulli, Þorsteinn, Jóna Dóra, Agnes og Pála.
Fólkið á bakvið Dale Carnegie. Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Magnús, Bára, Margrét, Dagný, Jósafat, Unnur, Rebekka, Soffía, Viðar, Gulli, Þorsteinn, Jóna Dóra, Agnes og Pála.

Í dag hafa 34.267 einstaklingar útskrifast af námskeiðum Dale Carnegie sem samsvarar um 10% þjóðarinnar og þá er ótalið þúsundir annarra sem hafa komið á vinnustofur og styttri atburði. Óhætt er að fullyrða að ekkert annað land státi af viðlíka tölfræði. Vörumerkið hefur verið þekkt hér á landi svo árum skiptir er færri vita hvaða teymi knýr eldmóðinn sem skapað hefur þessa velgengni.

Gaman að ná árangri

Unnur Magnúsdóttir er annar eigandi fyrirtækisins og þegar hún er spurð hvaða eiginleika fólk þurfi að hafa til að vinna hjá Dale stendur ekki á svörunum.

,,Passion to help - er eitt af gildunum okkar og ef þú hefur ekki ástríðu fyrir því að sjá aðra vaxa og dafna endist þú ekki lengi. Árlega fáum við til okkar þúsundir einstaklinga með jafn margar áskoranir og við þjálfararnir leiðum hvern og einn þátttakanda í gegnum námskeiðin í átt að sínum markmiðum. Sjálf byrjaði ég að þjálfa fyrir rúmlega 20 árum og ég fullyrði að mjög fáar tilfinningar komast nálægt því að sjá einstakling springa bókstaflega út og átta sig á hvað hann átti mikið inni,” segir Unnur.

Hluti af 2760 þjálfara teymi

Íslenski hópurinn telur nú ríflega 20 manns og að auki eru 10 manns í þjálfaraferli sem tekur að jafnaði 18 mánuði. Alls starfa 2760 þjálfarar hjá fyrirtækinu um allan heim og hafa þeir allir alþjóðleg réttindi. Bakgrunnurinn er fjölbreyttur enda viðskiptavinirnir á öllum aldri og fyrirtæki telja allt frá smáfyrirtækjum upp í stærstu og þekktustu fyrirtæki heims.

Áhrifaríkar kynningar

Flestir þekkja Dale Carnegie fyrir samnefnt námskeið sem kynnt var fyrst fyrir 110 árum og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Færri vita að stór hluti þátttakenda fer í gegnum önnur námskeið eins og; Stjórnendaþjálfun, Leiðtogafærni, Áhrifaríkar kynningar, Söluþjálfun og svo öll sérsniðnu námskeiðin fyrir fyrirtækin.

Í haust framkvæmdi Dale könnun hjá viðskiptavinum sínum varðandi kynningar og í ljós kom að 53% kvíða mikið eða mjög mikið fyrir að halda kynningu. Þá viðurkenndu 69% af hafa einhvern tíman komið sér undan að halda kynningu og 51% aðspurðra halda fleiri en 4 kynningar á ári. Við spurðum Unni um viðbrögðin við þessum niðurstöðum. ,,Þetta kom okkur í raun ekki mjög á óvart enda vitum við að þetta er einn af mest kvíðavaldandi þáttum í lífi fólks. Góðu fréttirnar er að það er hægt að minnka þennan kvíða mikið og á stuttum tíma. Þátttakendur hafa lýst námskeiðinu sem skemmtilegu og krefjandi og er árangurinn magnaður á aðens tveimur dögum”.

Hér má sjá hluta af teyminu sem þjálfar námskeiðið Áhrifaríkar kynningar sem er eitt vinsælasta námskeiðið. Agnes, Gulli, Viðar, Unnur og Rebekka tryggja að stjórnendur, sérfræðingar og vísindamenn tengist áheyrendum.

Dale fyrir Ungt fólk

17 ár eru síðan að Dale fór að bjóða upp á námskeið fyrir ungt fólk og er aldursbilið 10 til 25 ára í fjórum aldurshópum. Í grunninn er byggt á grunnnámskeiðinu en verkefnin eru aðlöguð aldurshópunum. Markmið námskeiðanna er að efla samskipti, styrkja sambönd, minnka kvíða og streitu, auka leiðtogahæfileika og efla tjáninguna. Námskeiðin eru í boði allt árið um kring en sumarnámskeiðin eru sérstaklega vinsæl.

,,Það eru forréttindi að vinna með ungu fólki og það blasir við að það er ekki einfalt að vera ungur í dag” segir Unnur. ,,Áreiti á ungt fólk er gríðarlegt og samanburður sem verður til í gegnum samfélagsmiðla er óvæginn og fyrirferðamikill. Það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara að ungt hafi gott sjálfstraust til að velja og hafna og fara rétta leið”.

Hér má sjá hluta af teyminu sem þjálfar ungt fólk. Frá vinstri: Viðar, Magnús, Agnes, Jóna Dóra, Brynja Valdís og Rebekka.

Búumst við miklum vexti

Síðustu 3 ár hafa einkennst af Covid og sá tími var krefjandi fyrir Dale Carnegie þó fyrirtækið hafi verið búið að þróa fjarþjálfunarlausnir undanfarin 10 ár. Starfsemin dróst saman 2020 en hefur síðan vaxið tvö síðustu ár.

„Ef það er eitthvað fyrirtæki sem þekkir kreppur þá er það Dale Carnegie,” segir Unnur aðspurð um Covid tímann. „Þegar Covid skall á tókum við fund með Joe Hart forstjóra Dale í USA sem minnti okkur á það að Dale var stofnað fyrir fyrri heimstyrjöldina. Sagan hefur kennt okkur að í kjölfar áfalla og umbrota kemur tímabil þar sem fólk endurhugsar gildin sín og hvert það vill stefna. Margir nota tækifærið og taka fyrstu skrefin í átt að nýjum markmiðum undir okkar handleiðslu. Það er ekki síst þess vegna sem nú eru 10 manns að hefja þjálfaraferil sem tekur að jafnaði 18 mánuði. Við erum tilbúin að taka á móti stórum hópi á næstunni eins og hin 110 árin sem við höfum verið til staðar” segir Unnur að lokum.

Á myndinni eru tíu þjálfaraefni í upphafi ársins við nám í Carnegie University en 18 mánuði tekur að fá alþjóðleg þjálfunarréttindi. Jayne Leedham Carnegie Master trainer stjórnar þjálfunarferlinu.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×