Segir ferðaiðnaðinn sprunginn og pólitískan vilja vanta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 18:30 Formaður Landverndar er uggandi yfir spá Ferðamálastofu um að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins á árinu. Innviðir landsins og náttúran sjálf séu að þolmörkum komin. Árin 2020 og 2021 komu mun færri ferðamenn hingað til lands en árin á undan vegna faraldurs kórónuveiru. Í fyrra fór sú þróun að snúast við og spáir ferðamálastofa því að á þessu ári muni 2,3 milljónir ferðamanna koma hingað til lands, sem er svipað og árið 2018. „Við erum komin að þolmörkum að mörgu leiti. Ekki bara gagnvart samfélaginu og vinnuaflinu og innviðunum heldur líka náttúrunni,“ segir Tryggvi Felixson formaður Landverndar og leiðsögumaður. Þó búið sé að bæta aðstöðu á mörgum vinsælum ferðamannastöðum sé það ekki nóg. Á þeim dögum sem flestir ferðamenn eru á ferli sé augljóst að fjöldinn er farinn að spilla að sumu leiti fyrir. „Það er þess vegna að við þurfum að gæta að þessu fjöreggi. Ferðamennirnir okkar eru besta auglýsingin og við viljum ekki spilla þeirra upplifun. Það er þeirra upplifun sem skiptir svo miklu máli og við viljum að þessi atvinnuvegur sé ekki bara góður í dag heldur líka í langa framtíð,“ segir Tryggvi. Sérstaða Íslands ekki síst friðsældin Ekki megi skemma möguleikann fyrir komandi kynslóðir til að nýta landið með þessum hætti. Eins sé hættulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. „Það getur haft þær afleiðingar að við sinnum ekki öðrum þáttum efnahagslífsins nægilega vel. Við beinum of miklu fjármagni og vinnuafli að þessi geiri verði svo yfirmáta stór þannig ef eitthvað kemur fyrir, eins og gerðist í Covid, þá verði efnahagsáfallið enn meira,“ segir Tryggvi. „Sérstaða Íslands liggur í því að hér sé ekki allt fullt af ferðamönnum. Menn eru að upplifa stórkostlega náttúru en þeir þurfa líka að upplifa friðsæld og nálgast þá kyrrð sem við getum haft og góða upplifun í íslenskri náttúru.“ Innviðir ekki nógu sterkir til að taka á móti erlendu vinnuafli Það sé löngu tímabært að mörk séu sett og vöxturinn sé tempraður. „Nú vantar pólitískan vilja og styrk til að taka á þessu. Ég veit það er ekki auðvelt en ef við viljum halda þessum atvinnuvegi góðum um langa framtíð verðum við að gera það.“ Hvað ferðamannafjöldann varðar ríki stefnuleysi. „Þetta virðist bara vaxa og vaxa og menn stækka og stækka flugstöðina, eins og hún sé bara sjálfstæður heimur á Íslandi. Við eigum hana öll saman og eigum að fá að stýra henni saman,“ segir Tryggvi en segir að margt hafi tekist vel. „Afkastagetan hefur aukist, við erum að mennta fólk en fjöldinn vex of mikið og við þurfum að fá of mikla aðstoð erlendis frá og það hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Tryggvi. „Við þurfum að taka vel á móti verkafólkinu, bjóða því góða heilbrigðisþjónustu, skóla og fleira. Það virðist vera sem þetta kalli á sífellt meiri krafta af okkar hálfu til að sinna þessum hluta ferðaþjónustunnar líka: Að sinna fólkinu sem kemur hingað og vill leggja sitt af mörkum til þess að við getum tekið vel á móti ferðamönnunum. Það er mjög mikill örvöxtur á erlendu vinnuafli og fólksfjölgun hér á meðan ýmsar undirstöður samfélagsins vaxa ekki í sama takti.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Árin 2020 og 2021 komu mun færri ferðamenn hingað til lands en árin á undan vegna faraldurs kórónuveiru. Í fyrra fór sú þróun að snúast við og spáir ferðamálastofa því að á þessu ári muni 2,3 milljónir ferðamanna koma hingað til lands, sem er svipað og árið 2018. „Við erum komin að þolmörkum að mörgu leiti. Ekki bara gagnvart samfélaginu og vinnuaflinu og innviðunum heldur líka náttúrunni,“ segir Tryggvi Felixson formaður Landverndar og leiðsögumaður. Þó búið sé að bæta aðstöðu á mörgum vinsælum ferðamannastöðum sé það ekki nóg. Á þeim dögum sem flestir ferðamenn eru á ferli sé augljóst að fjöldinn er farinn að spilla að sumu leiti fyrir. „Það er þess vegna að við þurfum að gæta að þessu fjöreggi. Ferðamennirnir okkar eru besta auglýsingin og við viljum ekki spilla þeirra upplifun. Það er þeirra upplifun sem skiptir svo miklu máli og við viljum að þessi atvinnuvegur sé ekki bara góður í dag heldur líka í langa framtíð,“ segir Tryggvi. Sérstaða Íslands ekki síst friðsældin Ekki megi skemma möguleikann fyrir komandi kynslóðir til að nýta landið með þessum hætti. Eins sé hættulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. „Það getur haft þær afleiðingar að við sinnum ekki öðrum þáttum efnahagslífsins nægilega vel. Við beinum of miklu fjármagni og vinnuafli að þessi geiri verði svo yfirmáta stór þannig ef eitthvað kemur fyrir, eins og gerðist í Covid, þá verði efnahagsáfallið enn meira,“ segir Tryggvi. „Sérstaða Íslands liggur í því að hér sé ekki allt fullt af ferðamönnum. Menn eru að upplifa stórkostlega náttúru en þeir þurfa líka að upplifa friðsæld og nálgast þá kyrrð sem við getum haft og góða upplifun í íslenskri náttúru.“ Innviðir ekki nógu sterkir til að taka á móti erlendu vinnuafli Það sé löngu tímabært að mörk séu sett og vöxturinn sé tempraður. „Nú vantar pólitískan vilja og styrk til að taka á þessu. Ég veit það er ekki auðvelt en ef við viljum halda þessum atvinnuvegi góðum um langa framtíð verðum við að gera það.“ Hvað ferðamannafjöldann varðar ríki stefnuleysi. „Þetta virðist bara vaxa og vaxa og menn stækka og stækka flugstöðina, eins og hún sé bara sjálfstæður heimur á Íslandi. Við eigum hana öll saman og eigum að fá að stýra henni saman,“ segir Tryggvi en segir að margt hafi tekist vel. „Afkastagetan hefur aukist, við erum að mennta fólk en fjöldinn vex of mikið og við þurfum að fá of mikla aðstoð erlendis frá og það hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Tryggvi. „Við þurfum að taka vel á móti verkafólkinu, bjóða því góða heilbrigðisþjónustu, skóla og fleira. Það virðist vera sem þetta kalli á sífellt meiri krafta af okkar hálfu til að sinna þessum hluta ferðaþjónustunnar líka: Að sinna fólkinu sem kemur hingað og vill leggja sitt af mörkum til þess að við getum tekið vel á móti ferðamönnunum. Það er mjög mikill örvöxtur á erlendu vinnuafli og fólksfjölgun hér á meðan ýmsar undirstöður samfélagsins vaxa ekki í sama takti.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01
Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent