Fleiri fréttir

Snýr baki við tækninni og fer í brauðið

Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá matvælafyrirtækinu Gæðabakstri-Ömmubakstri. Hann starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. 

Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu

Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag.

Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“

„Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct.

Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en skemmtanahaldið heillaði

Tómas Númi Sigurðsson rekstrarstjóri Pablo Discobar hvetur landsmenn hreinlega til að dusta rykið af dansskónnum, drífa sig í glimmergallann og skella sér á diskó en skemmtistaðurinn Pablo Discobar opnaði á ný um síðustu helgi. Þegar Tómas var gutti ætlaði hann að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór.

Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun

Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni.

Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group

Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni.

Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða

„Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær.

Engar eignir í þrota­búi rekstrar­fé­lags Secret Sol­stice

Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra.

Flugið geti skilað marg­faldri loðnu­ver­tíð í út­flutnings­tekjum

Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum.

Bláa lónið um­hverfis­fyrir­tæki ársins

Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála.

CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg

Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 

Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu

Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu.

Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu

Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra.

Fjögur ís­lensk sprota­fyrir­tæki fengið inn­spýtingu

Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum.

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli en umbúðirnar kunna að vera merktar Ali, Bónus eða FK. Ástæðan er grunur um salmonellusmit. Matfugl hefur innkallað vöruna.

Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár.

HBO Max kemur til Íslands á næsta ári

Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári.

Fyrst til að selja net­öryggis­tryggingu á Ís­landi

Tryggingafélagið TM hefur hafið sölu á netöryggistryggingum, fyrst tryggingafélaga hér á landi. Eru tryggingar hugsaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilji lágmarka fjárhagslegt tap, verði þau fyrir netárás.

Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast

Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni.

Truflanir hjá Facebook

Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir