Skortur á blómkáli og brokkolí rakinn til tollalaga Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 17:30 Skortur hefur verið á ýmsum grænmetistegundum í ár. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli. Þá hefur sellerí verið ófáanlegt að undanförnu. Félag atvinnurekenda biðlar til Alþingsmanna um að breyta búvörulögum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum á Íslandi um þessar mundir að sögn Félags atvinnurekenda (FA). Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“ Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“
Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53
Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43