Viðskipti innlent

Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group

Atli Ísleifsson skrifar
Birna Ósk Einarsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group síðustu misserin.
Birna Ósk Einarsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group síðustu misserin. Vísir/Egill

Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að Birna Ósk hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs í febrúar 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróunar frá því að hún hóf störf hjá Icelandair Group í janúar 2018. 

Birna Ósk mun áfram sinna starfi sínu hjá félaginu næstu mánuði og jafnframt aðstoða við yfirfærslu verkefna þegar þar að kemur.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að hann þakki Birnu Ósk fyrir frábær störf og mikilvægt framlag til félagsins á undanförnum árum. „Undir forystu hennar hefur sölu- og þjónustusvið Icelandair verið styrkt verulega þar sem upplifun viðskiptavinarins er í forgrunni. Þá hefur hún leitt mikilvæg verkefni í gegnum mjög krefjandi tíma. Ég óska henni til hamingju með nýtt tækifæri á erlendri grundu og alls hins besta í framtíðinni,“ seir Bogi Nils.

Þá er haft eftir Birnu Ósk að síðustu fjögur ár hafi verið mögnuð reynsla. „Að takast á við miklar áskoranir með framúrskarandi fólki alls staðar í fyrirtækinu með það að markmiði að halda uppi merkjum Íslands alþjóðlega. Ég er þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mikilvæga hlutverki, fyrir samstarfsfólk mitt og fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast á þessum tíma. Það er óneitanlega erfitt að kveðja en á sama tíma mun ég stolt fylgjast með félaginu taka flugið á ný inn í framtíðina,” segir Birna Ósk.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.