Viðskipti innlent

Snýr baki við tækninni og fer í brauðið

Eiður Þór Árnason skrifar
Gísli Þorsteinsson var ekki ráðinn til að baka vandræði.
Gísli Þorsteinsson var ekki ráðinn til að baka vandræði. Aðsend

Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá matvælafyrirtækinu Gæðabakstri-Ömmubakstri. Hann starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. 

Gísli var þar áður markaðsstjóri MATÍS og blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Hann er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, BA í sagnfræði og hefur lokið hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæðabakstri. Fyrirtækið var stofnað árið 1993 en á rætur að rekja til ársins 1952 þegar Ömmubakstur var stofnaður. Fyrirtækið rekur einnig Kristjánsbakarí á Akureyri en alls starfa um 150 manns hjá fyrirtækjunum.

,,Gæðabakstur-Ömmubakstur er á afar spennandi markaði þar sem mikil nýsköpun og þróun í vöruframboði á sér stað. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í nýjungum og hyggst efla þann þátt enn frekar á komandi misserum. Það er því afar áhugaverðir tímar framundan hjá Gæðabakstri,” segir Gísli í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.