Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 12:24 Kjartan Örn Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir eru fjárfestingastjórar Brunns Ventures. Brunnur Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída. Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída.
Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira