Bláa lónið umhverfisfyrirtæki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 10:35 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir. Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir.
Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira