Viðskipti innlent

Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári.

„Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi.

Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu.

Birgir segir umsóknirnar koma víða að.

„Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir.

Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón.

Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play.

„Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir.

Þjálfun hefst á nýju ári

Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma.

„Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir.

Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022.


Tengdar fréttir

Flugið geti skilað marg­faldri loðnu­ver­tíð í út­flutnings­tekjum

Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.