Fleiri fréttir

Samdi um 286 milljóna króna kröfur

Gjaldþrotaskiptum á búi Guðmundar Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi viðskiptastjóra á útlána- sviði Kaupþings banka hf. á Íslandi, lauk með því að nauðasamningar náðust.

Framleiðendur grípa til verðhækkana

Ölgerðin og Coca Cola á Íslandi hafa nýverið hækkað verð. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að almennt séð eigi iðnaður á Íslandi undir högg að sækja vegna síhækkandi kostnaðar.

Lagardére á Íslandi velti 3,8 milljörðum

Lagardére á Íslandi, sem rekur veitingastaði og sælkeraverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 36 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 182 milljónir króna.

Copley í stjórn Steinhoff

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis.

Arnarlax á leið í norsku kauphöllina

Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi.

Fá að nota vörumerki Icelandic til næstu sjö ára

Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu "Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára.

Hagnaður Brims 1,9 milljarðar

Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Selt tæplega helming bréfa sinna í Arion

Stoðir hafa minnkað við sig í Arion banka eftir að bankinn var skráður á markað í júní. Félagið á nú 0,37 prósenta hlut í bankanum. Snæból, í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað hlut sinn.

Skúli stendur keikur

Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins.

Rekstrarhagnaður Reita eykst

Rekstrarhagnaður Reita á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil 2017 jókst um 3,6 prósent og nam 3.731 milljón króna.

Pepsi kaupir Sodastream

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn PepsiCo hefur tilkynnt um að hann hyggist kaupa ísraelska fyrirtækið Sodastream fyrir 3,2 milljarða dollara, um 340 milljarða króna.

Vöruhalli jókst á síðasta ári

Vöruskiptin á síðasta ári voru neikvæð um 176,5 milljarða króna en árið áður voru þau neikvæð um 108,2 milljarða. Hagstofan hefur birt endanlegar tölur fyrir árið 2017.

Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann

Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana.

Margrét nýr forstjóri Nova

Margrét var áður aðstoðarforstjóri Nova og hefur verið einn af lykilstjórnendum fyrirtækisins allt frá stofnun, að því er segir í tilkynningu.

Musk segist hafa átt erfitt ár

Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð.

Sex vilja setjast í formannsstól

Sex gefa kost á sér í formannskjöri hjá Neytendasamtökunum. Framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær. Ný forysta verður kosin á þingi samtakanna í október.

Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air

Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 

Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa.

Fjártækniklasa komið á fót

Nýr klasi fyrir fjártæknifyrirtæki hefur starfsemi í haust og gera stofnendur hans ráð fyrir tugum aðildarfyrirtækja. 

Attestor minnkar við sig í Arion

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital hefur selt ríflega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað um miðjan júnímánuð.

WOW air í milljarða skuldabréfaútboð

Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.

Deyfð og drungi á hlutabréfamarkaði

Minni umsvif lífeyrissjóða er ein helsta ástæðan að baki verðlækkunum undanfarinna missera á innlendum hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri í tæp þrjú ár.

Innkalla sólþurrkaða tómata

Samkaup hefur ákveðið að innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop eftir að Matmælastofnun barst tilkynning frá neytanda um að aðskoðahlutur, trúlega glerbrot, hafi fundust í krukku.

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Verðkönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að verðmunur milli verslana á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn getur numið allt að 26 prósentum. Algengt verð á töskunum um og yfir 20 þúsund krónur. Misjafnt hversu mikið börnin þurfa að bera í töskunum milli heimilis og skóla. Ódýrari valkostir í boði.

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Toyota á Íslandi telur að Neytendastofa gerir ríkari kröfur til auglýsinga er varða Hybrid-bíla heldur en bíla sem knúnir eru áfram með öðrum hætti. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir fullyrðinguna "50% rafdrifinn“ standa.

Hlutafjáraukning hjá Wow Air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé.

Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu

Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð.

Sjá næstu 50 fréttir