Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Vísir/ÞÞ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir. Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent