Viðskipti innlent

Origo tapar 11 milljónum á fyrri árshelming

Bergþór Másson skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo tapaði 11 milljónum króna á fyrri árshelming 2018. Á öðrum ársfjórðungi nam heildarhagnaður 15 milljónum króna og heildarsala á vörum og þjónustu nam 3,7 milljónum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Afkoma Origo og dótturfélaga var mun betri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta og heldur betri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur vaxa aftur hjá okkur eftir tekjusamdrátt á fyrsta fjórðungi og framlegð hefur batnað. Rekstur samstæðu og allra helstu eininga hefur styrkst eftir því sem liðið hefur á árið, í samræmi við áætlanir og hagræðingarvinnu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.

EBIDTA félagsins nam 235 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og hækkar um 11% á milli ára. EBIDTA á fyrri árshelmingi nam 336 milljónum króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×