Viðskipti erlent

Pepsi kaupir Sodastream

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.
Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum. Vísir/Getty

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn PepsiCo hefur tilkynnt um að hann hyggist kaupa ísraelska fyrirtækið Sodastream fyrir 3,2 milljarða dollara, um 340 milljarða króna.

Vörur Sodastream ættu að vera Íslendingum kunnugar en fyrirtækið framleiðir tæki sem gerir neytendum kleift að að útbúa eigin gosdrykki á heimilum sínum.

Í frétt BBC segir að kaupin tryggi PepsiCo nýjar leiðir til þess að ná til viðskiptavina á sama tíma og fyrirtækið standi frammi fyrir dvínandi vinsældum á sykruðum gosdrykkjum.

Stjórnendur beggja fyrirtækja hafa samþykkt viðskiptin en kaupin verða fyrstu stóru kaup PepsiCo frá því að tilkynnt var um Indra Nooyi, forstjóri fyrirtækisins, myndi hætta sem forstjóri í október eftir tólf ára starf.

Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda en búist er við að þau gangi í gegn í byrjun næsta árs samþykki hluthafar Sodastream kauptilboð Pepsico.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.