Viðskipti innlent

Útsala WOW Air hefst á morgun

Bergþór Másson skrifar
Flugvél WOW Air
Flugvél WOW Air Vísir/Vilhelm
Flugfélagið WOW Air mun gefa allt að 40% af völdum flugferðum á öllum áfangastöðum sínum frá 23. til 27. ágúst. Breska dagblaðið Mirror greinir frá þessu.

Flugfélagið tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018.

Afslátturinn gildir bæði til Evrópu og Ameríku og verða flugferðirnar farnar 27. ágúst til 15. desember.

Ekki liggur fyrir á nákvæmlega hvaða sérstöku flugum afslátturinn mun gilda.

Til þess að nýta sér afsláttinn þarf að stimpla inn kóðann WOWSALE þegar bókað er á netinu.


Tengdar fréttir

Skúli stendur keikur

Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins.

WOW air í milljarða skuldabréfaútboð

Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.

Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×