Viðskipti innlent

Fá að nota vörumerki Icelandic til næstu sjö ára

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding.
Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding. Fréttablaðið/Sigtryggur

Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins.

Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum.

„Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada.

High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“

Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu.

Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun

High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada.

Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða.

Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.