Viðskipti innlent

Hagnaður Brims 1,9 milljarðar

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink

Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi, en félagið tapaði 100 milljónum króna árið áður sem skýrist af 2,1 milljarðs króna gjaldfærslu vegna gengisdóms.

Rekstrartekjur útgerðarfélagsins námu 19.300 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 3,3 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 18.671 milljón króna. Kostnaðarverð seldra vara var ríflega 16.988 milljónir króna í fyrra borið saman við 16.413 milljónir króna árið 2016. Var rekstrarhagnaður Brims 2.385 milljónir króna á árinu og jókst um 126 prósent á milli ára.

Eignir útgerðarfélagsins námu 60.674 milljónum króna í lok síðasta árs, samkvæmt efnahagsreikningi félagsins, en þar af voru aflaheimildir þess metnar á tæpar 24.817 milljónir króna. Eigið fé Brims var 24.296 milljónir króna í lok ársins og eiginfjárhlutfallið um 40 prósent.

Greiddur var arður að fjárhæð 296 milljónir króna til hluthafa á síðasta ári, að því er segir í ársreikningnum.

Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í apríl fyrir 21,7 milljarða króna en kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé, lántöku og sölu eigna, að því er segir í ársreikningnum, en félagið seldi meðal annars frystitogarann Brimnes RE-27.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.