Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Bréfsendingum hefur fækkað um meira en helming á áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira