Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2018 05:51 Það er tómlegt um að litast í verksmiðju Kassagerðarinnar. Fréttablaðið/Stefán Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðjur í Bandaríkjunum og Afríku. Oddi sagði upp 86 starfsmönnum í byrjun árs vegna umfangsmikilla breytinga á rekstrinum. Versnandi samkeppnisstaða þvingaði fyrirtækið til að leggja niður framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum en fyrirtækið mun þess í stað einbeita sér að innflutningi og sölu á þessum vörum. „Þetta er gríðarlegur vélbúnaður, stærsta vélin uppsett er 300 metrar að lengd,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, í samtali við Markaðinn og bætir við að vélarnar hafi verið komnar til ára sinna. „Eins og með bíla er virði eldri vélbúnaðar aldrei nema brotabrot af því sem nýjasta módelið kostar.“ Verksmiðja Kassagerðar Reykjavíkur komst í eigu Odda við samruna fyrirtækjanna haustið 2008 en ekki hefur verið ákveðið hvernig henni verður ráðstafað. Verksmiðja Plastprents er hins vegar á leigusamningi. Oddi var rekinn með 420 milljóna króna tapi á síðasta ári en Kristján segir að fyrirtækið sé nú á síðustu stigum endurskipulagningarinnar. „Þetta voru erfið en nauðsynleg skref í átt að því að reisa Odda við. Nú einblínum við á styrkleika okkar og byggjum á reynslu og þekkingu starfsmanna í næstu skrefum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðjur í Bandaríkjunum og Afríku. Oddi sagði upp 86 starfsmönnum í byrjun árs vegna umfangsmikilla breytinga á rekstrinum. Versnandi samkeppnisstaða þvingaði fyrirtækið til að leggja niður framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum en fyrirtækið mun þess í stað einbeita sér að innflutningi og sölu á þessum vörum. „Þetta er gríðarlegur vélbúnaður, stærsta vélin uppsett er 300 metrar að lengd,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, í samtali við Markaðinn og bætir við að vélarnar hafi verið komnar til ára sinna. „Eins og með bíla er virði eldri vélbúnaðar aldrei nema brotabrot af því sem nýjasta módelið kostar.“ Verksmiðja Kassagerðar Reykjavíkur komst í eigu Odda við samruna fyrirtækjanna haustið 2008 en ekki hefur verið ákveðið hvernig henni verður ráðstafað. Verksmiðja Plastprents er hins vegar á leigusamningi. Oddi var rekinn með 420 milljóna króna tapi á síðasta ári en Kristján segir að fyrirtækið sé nú á síðustu stigum endurskipulagningarinnar. „Þetta voru erfið en nauðsynleg skref í átt að því að reisa Odda við. Nú einblínum við á styrkleika okkar og byggjum á reynslu og þekkingu starfsmanna í næstu skrefum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp. 15. júní 2018 06:00
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27