Hlutafjáraukning hjá Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2018 17:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyta sameignarforminu vegna útspils Seðlabankans Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira