Viðskipti innlent

Bein útsending: Hver eru áhrif þriðja orkupakkans?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í ræðustól.
Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í ræðustól.

Fundur um orkumál og EES samninginn fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, hefst klukkan 09 og stendur til tólf.

Umræða hefur skapast hér á landi og í Noregi um áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins (ESB) á hagsmuni ríkjanna og valdheimildir á orkusviðinu. Umræðan hefur einkum snúist um hvort samþykkt hans feli í sér framsal valdheimilda til stofnunar ESB sem hefur umsjón með samstarfi eftirlitsstofnana ríkjanna á orkumarkaði (ACER). Þingið í Noregi samþykkti orkupakkann síðastliðið vor en hann hefur ekki komið til umræðu á Alþingi. 

Á fundinum verður fjallað um ýmis þau álitamál sem snert hefur verið á í umræðunni hér á landi og í Noregi, þ.á m. um hlutverk og valdheimildir ACER og áhrif innleiðingar þriðja orkupakkans á stjórnun orkulinda.

9:00-9:10 Setning.
Fundarstjóri, Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR.

9:10-9:45 ACER‘s Functions and Responsibilities. 
Alberto Pototschnig, forstjóri ACER.

9:45-10:10 Meginefni orkulöggjafar ESB og möguleg áhrif þriðja orkupakkans hér á landi. 
Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR.

10:10-10:40 Implementation of the third Energy Package in Norway, the main challenges.
Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló.

10:40 – 11:00 Kaffihlé.

11:00 – 11:20 Áhrif þriðja orkupakkans á heimili og fyrirtæki í landinu. 
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku.

11:00 – 11:20 Áhrif þriðja orkupakkans á hlutverk og starfsemi Orkustofnunar.  
Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri

11:40-12:00 Fyrirspurnir og umræður


Tengdar fréttir

Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland

Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti.

Orkupakkinn er engin ógn við Ísland

Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,66
5
159.100
EIK
0,35
2
96.220
REGINN
0,11
2
2.210
ORIGO
0
2
3.875
VIS
0
1
19.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,73
27
147.766
MAREL
-1,48
22
215.978
SYN
-1,06
2
45.660
FESTI
-0,78
2
8.104
HAGA
-0,7
7
112.311
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.