Fleiri fréttir

Atlantsolía lækkar enn meira

Atlantsolía, sem lækkaði verð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur á lítrann í gær, lækkaði bensínlítrann um tvær krónur til viðbótar eftir hádegi í dag og dísilolíuna um 3 krónur og hefur hún því lækkað um fimm krónur á einum sólarhring hjá félaginu.

Framleiðsluverð hækkar um 1,2 prósent

Vísitala framleiðsluverðs í október 2014 var 214,6 stig og hækkaði um 1,2% frá september 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Kannast ekki við kröfu Tchenguiz

Slitastjórn Kaupþings segir hvorki bankann né Jóhannes Rúnar Jóhannsson hafa fengið gögn eða upplýsingar um kröfu Vincent Tchenguiz.

Var 99 prósent viss um að þetta væri Rolex-eftirlíking

"Þetta er í fyrsta sinn sem ég tel sannarlega að sá sem kom hingað hafi talið úrið miklu meira virði en það var í raun og veru,“ segir Sverrir Einar Eiríksson sem rekur verslunina Kaupum gull í Kringlunni.

Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor

Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum.

Stærsta flutningaskip heims vígt

Stærsta flutningaskip heims var vígt í Suður-Kóreu í síðustu viku en pláss er fyrir 19 þúsund gáma á skipinu.

Munu ekki geta tryggt sjóðfélögum áhyggjulaust ævikvöld

Útlit er fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir geti ekki tryggt framtíðarkynslóðum áhyggjulaust ævikvöld þar sem svo lítill hluti eigna þeirra er í erlendum gjaldeyri. Nauðsynlegt er að veita þeim undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fjárfesta erlendis að mati hagfræðings sem hefur rannsakað kerfið.

Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum

Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun.

Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist

Fyrsta sending Kaupfélags Skagfirðinga af fersku lambakjöti til Rússlands fór í verslanir þar í landi í haust. Um 60 tonn af kjöti geymd í frystigeymslum í Sankti Pétursborg. Sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dróst saman

Leiðréttir goðsagnir um hrunið

Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum.

Atvinnuleysi og -þátttaka hefur lítið breyst á milli ára

Leitni árstíðaleiðréttinga á vinnumarkaðstölum síðustu tólf mánaða sýnir hægfara en jákvæðar breytingar, að sögn Hagstofu Íslands. "Á tímabilinu hefur atvinnuþátttaka aukist um 0,7 prósentustig, atvinnuleysi lækkað um 0,3 stig og hlutfall starfandi aukist um 0,7 stig.“

Verðlag hjaðnaði um hálft prósent milli mánaða

Verðbólga hefur ekki verið minni í sextán ár. Greiningardeildir bankanna spá því að verðbólga verði lítil næstu mánuði og undir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár. Verð flugfargjalda og eldsneytis leiðir lækkunina.

Mega styðja við tölvuleikina

Áætlun Noregs um ríkisstuðning við þróun, kynningu og dreifingu gagnvirkrar framleiðslu, svo sem tölvuleikja, hefur fengið heimild ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri?

EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi.

1% verðbólga í nóvember

Verðbólga á ársgrundvelli mældist 1% í nóvember samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um vísitölu neysluverðs sem birtar voru í dag.

DV skútan strandaði

Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir