Ölvaður Murdoch stytti kynni Björgólfs og Claudiu Schiffer Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2014 16:02 Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch, Björgólfur Thor Björgólfsson og Claudia Schiffer. Björgólfur Thor Björgólfsson segir frá broslegum kynnum sínum og þýsku ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer á fundi um loftslagsmál í Davos í Sviss í nýrri bók sinni, „Billions to Bust – and Back“. Í bókinni segir Björgólfur frá því hvernig hann tók þátt í að halda fund um loftslagsmál þar sem fjöldi þekktra var á gestalistanum, Schiffer þeirra á meðal. Björgólfur lýsir því hvernig einn skipuleggjenda fundarins hafi beðið hann um að taka á móti og fylgja Schiffer, sem hann sagðist glaður geta tekið að sér. Björgólfur fór þá niður í anddyri þar sem hann beið hennar en fékk þá símtal frá Steve Schwarzman, stjórnarformanni Blackstone Group, sem vildi hitta hann þegar í stað. Björgólfur segist þá hafa boðið öðrum manni í anddyrinu sem hann þekkti til, það starf að taka á móti fyrirsætunni. „Ég er með draumastarfið fyrir þig. Viltu taka þetta að þér?“ Hann gerði það og ég fór og hitti Schwarzman. „Ég vona að þú gerir þig grein fyrir því hvað ég er að gera fyrir þig í dag, þar sem með því að hitta þig þá fórna ég því að hitta Claudiu Schiffer,“ sagði Björgólfur við Schwarzman. Björgólfur segir þá frá því að Schwarzman hafi sýnt þeim mun meiri áhuga á að fara í veisluna til að hitta Schiffer. Þeir félagar gerðu það og ræddu aðeins við ofurfyrirsætuna áður en aðstoðarmaður Björgólfs mætti með aðstoðarmann ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch í eftirdragi. Báðu þeir um að fá bíl Björgólfs lánaðan, sem Björgólfur samþykkti og bað um að fá að vera látinn í friði. Í bókinni segir að þá hafi Murdoch skyndilega birst nokkuð ölvaður og sagði aðstoðarmaður hans að nauðsynlegt væri að koma Murdoch aftur á hótelið. „En þú ert sá eini sem bílstjórinn þekkir í sjón. Þú verður að fara með honum,“ sagði aðstoðarmaður Murdoch, að því er fram kemur. Björgólfur segist þá hafa afsakað sig og fylgt „glöðum“ Murdoch að bílnum. „Hún var að sjálfsögðu farin þegar ég sneri aftur,“ segir Björgólfur um síðara skiptið sem hann yfirgaf Schiffer fyrr en hann hafði vonast til. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson segir frá broslegum kynnum sínum og þýsku ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer á fundi um loftslagsmál í Davos í Sviss í nýrri bók sinni, „Billions to Bust – and Back“. Í bókinni segir Björgólfur frá því hvernig hann tók þátt í að halda fund um loftslagsmál þar sem fjöldi þekktra var á gestalistanum, Schiffer þeirra á meðal. Björgólfur lýsir því hvernig einn skipuleggjenda fundarins hafi beðið hann um að taka á móti og fylgja Schiffer, sem hann sagðist glaður geta tekið að sér. Björgólfur fór þá niður í anddyri þar sem hann beið hennar en fékk þá símtal frá Steve Schwarzman, stjórnarformanni Blackstone Group, sem vildi hitta hann þegar í stað. Björgólfur segist þá hafa boðið öðrum manni í anddyrinu sem hann þekkti til, það starf að taka á móti fyrirsætunni. „Ég er með draumastarfið fyrir þig. Viltu taka þetta að þér?“ Hann gerði það og ég fór og hitti Schwarzman. „Ég vona að þú gerir þig grein fyrir því hvað ég er að gera fyrir þig í dag, þar sem með því að hitta þig þá fórna ég því að hitta Claudiu Schiffer,“ sagði Björgólfur við Schwarzman. Björgólfur segir þá frá því að Schwarzman hafi sýnt þeim mun meiri áhuga á að fara í veisluna til að hitta Schiffer. Þeir félagar gerðu það og ræddu aðeins við ofurfyrirsætuna áður en aðstoðarmaður Björgólfs mætti með aðstoðarmann ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch í eftirdragi. Báðu þeir um að fá bíl Björgólfs lánaðan, sem Björgólfur samþykkti og bað um að fá að vera látinn í friði. Í bókinni segir að þá hafi Murdoch skyndilega birst nokkuð ölvaður og sagði aðstoðarmaður hans að nauðsynlegt væri að koma Murdoch aftur á hótelið. „En þú ert sá eini sem bílstjórinn þekkir í sjón. Þú verður að fara með honum,“ sagði aðstoðarmaður Murdoch, að því er fram kemur. Björgólfur segist þá hafa afsakað sig og fylgt „glöðum“ Murdoch að bílnum. „Hún var að sjálfsögðu farin þegar ég sneri aftur,“ segir Björgólfur um síðara skiptið sem hann yfirgaf Schiffer fyrr en hann hafði vonast til.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira