Vilja geta svarað kaupendum sem eru tilbúnir að greiða hærra verð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2014 21:00 Forstjóri Landsvirkjunar segir að fjöldi gagnavera og kísilvera óski nú eftir orkukaupum og þau séu tilbúin að greiða hærra verð. Því sé mikilvægt að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvar megi virkja. Hvellur varð á Alþingi í gær þegar upplýstist að stjórnarforystan vildi færa átta virkjunarkosti yfir í nýtingarflokk. Af þeim er Landsvirkjun að biðja um sjö. „Það sem við erum aðallega að kalla eftir er að fá skýrar línur,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri í samtali við Stöð 2. Hann sagði það hlutverk stjórnmálamannanna að ákveða hvaða svæði mætti þróa. Umtalsverð eftirspurn væri núna og orkufyrirtæki þyrftu að fá skýr svör hvernig þau gætu unnið gagnvart þessum viðskiptavinum. Allir virkjunarkostirnir eru sunnan heiða, flestir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, en Hörður segir að einungis þrír þeirra séu langt komnir í undirbúningi. Sumir væru komnir það skammt á veg að ljóst væri að það myndi taka að minnsta kosti 3-4 ár að fara í þá, eins og Skrokköldu, Hágöngur og Hólmsá. Suma af kostunum í neðri Þjórsá væri aftur á móti hægt að fara í á 1-2 árum. En er Landsvirkjun að hugsa um að afla orku í sæstreng eða kannski í álver í Helguvík? „Nei, alls ekki. Sæstrengurinn er allt annað mál. Við erum að hugsa um þessa eftirspurn sem við erum að horfa á núna, sem er fyrst og fremst frá þessum kísilmálmfyrirtækjum. Það eru þrjú kísilmálmfyrirtæki, sem eru langt komin í undirbúningi hér. Síðan er líka umtalsverður fjöldi gagnavera sem er að banka á dyr og hafa áhuga, og við erum að horfa til þeirra þegar við horfum á þessa orku.“ Og forstjórinn sér líka hagnaðarvon: „Þessi fyrirtæki eru líka tilbúin að borga hærra verð en við höfum séð.“ Hörður segir erfitt að meta hver þjóðhagsleg áhrif yrðu af slíkum virkjanaframkvæmdum. Þau gætu orðið umtalsverð, sérstaklega þegar verðin hækka. „Þá eru líka að myndast umtalsverðir fjármunir í Landsvirkjun sem við höfum notað til að greiða niður skuldir og fjárfesta frekar. Þannig að þetta getur haft mjög jákvæð áhrif.“ Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að fjöldi gagnavera og kísilvera óski nú eftir orkukaupum og þau séu tilbúin að greiða hærra verð. Því sé mikilvægt að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvar megi virkja. Hvellur varð á Alþingi í gær þegar upplýstist að stjórnarforystan vildi færa átta virkjunarkosti yfir í nýtingarflokk. Af þeim er Landsvirkjun að biðja um sjö. „Það sem við erum aðallega að kalla eftir er að fá skýrar línur,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri í samtali við Stöð 2. Hann sagði það hlutverk stjórnmálamannanna að ákveða hvaða svæði mætti þróa. Umtalsverð eftirspurn væri núna og orkufyrirtæki þyrftu að fá skýr svör hvernig þau gætu unnið gagnvart þessum viðskiptavinum. Allir virkjunarkostirnir eru sunnan heiða, flestir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, en Hörður segir að einungis þrír þeirra séu langt komnir í undirbúningi. Sumir væru komnir það skammt á veg að ljóst væri að það myndi taka að minnsta kosti 3-4 ár að fara í þá, eins og Skrokköldu, Hágöngur og Hólmsá. Suma af kostunum í neðri Þjórsá væri aftur á móti hægt að fara í á 1-2 árum. En er Landsvirkjun að hugsa um að afla orku í sæstreng eða kannski í álver í Helguvík? „Nei, alls ekki. Sæstrengurinn er allt annað mál. Við erum að hugsa um þessa eftirspurn sem við erum að horfa á núna, sem er fyrst og fremst frá þessum kísilmálmfyrirtækjum. Það eru þrjú kísilmálmfyrirtæki, sem eru langt komin í undirbúningi hér. Síðan er líka umtalsverður fjöldi gagnavera sem er að banka á dyr og hafa áhuga, og við erum að horfa til þeirra þegar við horfum á þessa orku.“ Og forstjórinn sér líka hagnaðarvon: „Þessi fyrirtæki eru líka tilbúin að borga hærra verð en við höfum séð.“ Hörður segir erfitt að meta hver þjóðhagsleg áhrif yrðu af slíkum virkjanaframkvæmdum. Þau gætu orðið umtalsverð, sérstaklega þegar verðin hækka. „Þá eru líka að myndast umtalsverðir fjármunir í Landsvirkjun sem við höfum notað til að greiða niður skuldir og fjárfesta frekar. Þannig að þetta getur haft mjög jákvæð áhrif.“
Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00
Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent