Var 99 prósent viss um að þetta væri Rolex-eftirlíking Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. nóvember 2014 14:50 Sverrir benti viðskiptavini sínum á að fara með úrið til Michelsen. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tel sannarlega að sá sem kom hingað hafi talið úrið miklu meira virði en það var í raun og veru,“ segir Sverrir Einar Eiríksson sem rekur verslunina Kaupum gull í Kringlunni. Í vikunni birtist frétt á mbl.is þar sem rætt var við úrsmíðameistarann Frank Úlfar Michelsen, sem tjáði viðskiptavini sínum að Rolex-úr sem hann ætti væri eftirlíking. Viðskiptavinurinn kom fyrst til Sverris, sem benti á Frank.Hér má sjá nýjustu línuna frá Rolex.Vísir/Getty„Hann kom hingað fyrst og ég var 99 prósent viss um að þetta væri eftirlíking. Ég bað hann að fara með úrið í Michelsen og fá álit þeirra líka, til þess að vera alveg viss,“ segir Sverrir. Hann segir þetta ekki gerast oft, að einhver haldi að hann sé með ekta úr, en sé í raun með eftirlíkingu. „Mér skilst að hann hafi keypt úrið á fimm þúsund og fimm hundruð dollara í búð úti í New York. Það bendir allt til þess að þetta sé satt.“ Fimm þúsund og fimm hundruð dollarar eru rúmlega 680 þúsund krónur, þannig að úrið hefur verið ansi dýrt. Í samtali við mbl.is sagði Frank að hann hefði strax séð að úrið væri ekki alvöru. „Þegar ég sé kassann finnst mér strax eitthvað ekki passa. Ég þekki þessa vöru mjög vel en þetta getur blekkt þann sem ekki þekkir til. Þetta var svona fjarskafagurt. Svo þegar ég fæ úrið í hendurnar sé ég að áferðin á stálinu er ekki rétt og úrið var aðeins of létt. Jafnframt á hringurinn meðfram glerinu, sem er kallaður „besel“, að vera úr keramiki en á þessu úri var hann úr málmi.“ Frank sagði að hann vissi um nokkra sem hefðu keypt fölsuð úr sem það taldi vera alvöru: „Því miður gerist það að fólk sé blekkt. Svikararnir hugsa auðvitað að það séu litlar sem engar líkur á að útlendingar sem kaupa þessi úr komi aftur og kvarti,“ segir hann. „En það er yfirleitt þannig að ef að sagan er of góð til að vera sönn er hún yfirleitt ósönn.“Hér er nýleg mynd af Jay-Z þar sem hann er að horfa á körfuboltaleik með Brooklyn Nets. Hann er að sjálfsögðu með fallegt úr um úlnliðinn, líklega heyrist ekkert hljóð í því.Á vefnum Business Inisder eru ráð til þess að sjá hvort að Rolex úr sé alvöru eða ekki. Eitt ráðið er að fylgjast með því hvort að það heyrist svokallað „tikk takk“ hljóð úr því. Ef svo er mun úrið mjög líklega vera eftirlíking. Rapparinn Jay-Z útskýrði þetta einnig í laginu Ni**as in Paris, sem hann samdi ásamt Kanye West. Þar sagðist hann ekki eiga Rolex sem heyrðist „tikk takk“ í og sagðist eiga Audemars Piguet úr sem gleymdu tímanum (og vísaði þar til þess að slík úr þarf að trekkja upp). Á vef Business Insider er einnig bent á að fölsuð Rolex úr séu yfirleitt léttari en alvöru úr. Trekkjarinn á alvöru úrunum er líka talsvert íburðarmeiri en á þeim fölsuðu. Í greininni á Business Insider kemur einnig fram að glerið í alvöru úrunum sé sérstakt; glerið sem er yfir þeim hluta úrsins sem sýnir dagsetninguna er stækkunargler. Fáir úrsmiðir ná að leika þetta eftir. Hér að neðan má hlusta á lag Jay-Z og Kanye West þar sem þeir tala um Rolex úr sem heyrist ekkert „tikk takk“ hljóð í. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tel sannarlega að sá sem kom hingað hafi talið úrið miklu meira virði en það var í raun og veru,“ segir Sverrir Einar Eiríksson sem rekur verslunina Kaupum gull í Kringlunni. Í vikunni birtist frétt á mbl.is þar sem rætt var við úrsmíðameistarann Frank Úlfar Michelsen, sem tjáði viðskiptavini sínum að Rolex-úr sem hann ætti væri eftirlíking. Viðskiptavinurinn kom fyrst til Sverris, sem benti á Frank.Hér má sjá nýjustu línuna frá Rolex.Vísir/Getty„Hann kom hingað fyrst og ég var 99 prósent viss um að þetta væri eftirlíking. Ég bað hann að fara með úrið í Michelsen og fá álit þeirra líka, til þess að vera alveg viss,“ segir Sverrir. Hann segir þetta ekki gerast oft, að einhver haldi að hann sé með ekta úr, en sé í raun með eftirlíkingu. „Mér skilst að hann hafi keypt úrið á fimm þúsund og fimm hundruð dollara í búð úti í New York. Það bendir allt til þess að þetta sé satt.“ Fimm þúsund og fimm hundruð dollarar eru rúmlega 680 þúsund krónur, þannig að úrið hefur verið ansi dýrt. Í samtali við mbl.is sagði Frank að hann hefði strax séð að úrið væri ekki alvöru. „Þegar ég sé kassann finnst mér strax eitthvað ekki passa. Ég þekki þessa vöru mjög vel en þetta getur blekkt þann sem ekki þekkir til. Þetta var svona fjarskafagurt. Svo þegar ég fæ úrið í hendurnar sé ég að áferðin á stálinu er ekki rétt og úrið var aðeins of létt. Jafnframt á hringurinn meðfram glerinu, sem er kallaður „besel“, að vera úr keramiki en á þessu úri var hann úr málmi.“ Frank sagði að hann vissi um nokkra sem hefðu keypt fölsuð úr sem það taldi vera alvöru: „Því miður gerist það að fólk sé blekkt. Svikararnir hugsa auðvitað að það séu litlar sem engar líkur á að útlendingar sem kaupa þessi úr komi aftur og kvarti,“ segir hann. „En það er yfirleitt þannig að ef að sagan er of góð til að vera sönn er hún yfirleitt ósönn.“Hér er nýleg mynd af Jay-Z þar sem hann er að horfa á körfuboltaleik með Brooklyn Nets. Hann er að sjálfsögðu með fallegt úr um úlnliðinn, líklega heyrist ekkert hljóð í því.Á vefnum Business Inisder eru ráð til þess að sjá hvort að Rolex úr sé alvöru eða ekki. Eitt ráðið er að fylgjast með því hvort að það heyrist svokallað „tikk takk“ hljóð úr því. Ef svo er mun úrið mjög líklega vera eftirlíking. Rapparinn Jay-Z útskýrði þetta einnig í laginu Ni**as in Paris, sem hann samdi ásamt Kanye West. Þar sagðist hann ekki eiga Rolex sem heyrðist „tikk takk“ í og sagðist eiga Audemars Piguet úr sem gleymdu tímanum (og vísaði þar til þess að slík úr þarf að trekkja upp). Á vef Business Insider er einnig bent á að fölsuð Rolex úr séu yfirleitt léttari en alvöru úr. Trekkjarinn á alvöru úrunum er líka talsvert íburðarmeiri en á þeim fölsuðu. Í greininni á Business Insider kemur einnig fram að glerið í alvöru úrunum sé sérstakt; glerið sem er yfir þeim hluta úrsins sem sýnir dagsetninguna er stækkunargler. Fáir úrsmiðir ná að leika þetta eftir. Hér að neðan má hlusta á lag Jay-Z og Kanye West þar sem þeir tala um Rolex úr sem heyrist ekkert „tikk takk“ hljóð í.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent