Leiðréttir goðsagnir um hrunið Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ný bók, Billions to Bust and Back, fjallar um Björgólf Thor Björgólfsson, líf hans og viðskiptasögu. Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“ Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“
Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13
Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00