Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Erlendur Garðarsson segir utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Moskvu hafa veitt mikla aðstoð við að koma kjötinu í sölu í Rússlandi. Vísir/Pjetur Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira