Verðlag hjaðnaði um hálft prósent milli mánaða Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Eldsneytisverð hefur lækkað og vegna verðþróunar á erlendum mörkuðum er útlit fyrir að það gæti lækkað enn meira í næsta mánuði. Fréttablaðið/Vilhelm Verðbólga miðað við síðustu tólf mánuði stendur í 1,0 prósenti samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,52 prósent á milli október og nóvember. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,5 prósent sem Hagstofan segir að jafngildi 2,0 prósenta verðhjöðnun á ári. Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er mælingin sögð koma verulega á óvart, en þar á bæ hafði því verið spáð að verðlag myndi standa í stað. Bent er á að ársverðbólga hafi ekki mælst lægri síðan í október 1998. Fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar að lækkun á verðlagi í mánuðinum megi að mestu rekja til lækkunar á flugfargjöldum um 17,3 prósent og eldsneyti um 2,6. Þá lækkuðu einnig fleiri undirliðir vísitölunnar og segir greiningardeild Arion banka þar helst hafa komið á óvart lækkun á verði matarkörfu, auk tómstunda og menningar. „Helsta skýringin á lækkun liðarins tómstundir og menning er að finna í lækkun á verði sjónvarpstækja vegna væntanlegs afnáms vörugjalda,“ segir í umfjölluninni. Í umfjöllun Alþýðusambandsins er 0,1 prósents lækkun á húsnæðislið vísitölunnar, sem leitt hafi hækkun verðlags undanfarið ár, einnig sögð óvænt, en hún skýrist af lítilsháttar lækkun á markaðsverði húsnæðis. „Föt og skór er eini liður vísitölunnar sem sker sig úr að þessu sinni og hækkar um 1,1 prósent frá fyrra mánuði,“ segir þar. Greining Íslandsbanka segir um innflutta verðhjöðnun að ræða vegna styrkingar krónu, verðlækkunar á eldsneyti og öðrum hrávörum á heimsmarkaði og verðstöðnunar á innfluttum smásöluvarningi. „Verðbólguhorfur til skamms tíma eru góðar og raunar gæti verðbólga farið undir [1,0 prósents] neðri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í desember.“ Í bráðabirgðaspám greiningardeilda Íslandsbanka og Arion banka er gert ráð fyrir 0,2 og 0,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að flugfargjöld hækki töluvert í mánuðinum, en á móti gæti eldsneytisverð lækkað nokkuð. Í spá Arion banka er gert ráð fyrir að verðbólgan standi í 1,2 prósentum í febrúar á næsta ári og útlit sé fyrir að hún verði undir markmiði Seðlabankans vel fram á næsta ár. „Gangi spáin eftir yrði febrúar þrettándi mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiði.“ Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Verðbólga miðað við síðustu tólf mánuði stendur í 1,0 prósenti samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,52 prósent á milli október og nóvember. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,5 prósent sem Hagstofan segir að jafngildi 2,0 prósenta verðhjöðnun á ári. Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er mælingin sögð koma verulega á óvart, en þar á bæ hafði því verið spáð að verðlag myndi standa í stað. Bent er á að ársverðbólga hafi ekki mælst lægri síðan í október 1998. Fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar að lækkun á verðlagi í mánuðinum megi að mestu rekja til lækkunar á flugfargjöldum um 17,3 prósent og eldsneyti um 2,6. Þá lækkuðu einnig fleiri undirliðir vísitölunnar og segir greiningardeild Arion banka þar helst hafa komið á óvart lækkun á verði matarkörfu, auk tómstunda og menningar. „Helsta skýringin á lækkun liðarins tómstundir og menning er að finna í lækkun á verði sjónvarpstækja vegna væntanlegs afnáms vörugjalda,“ segir í umfjölluninni. Í umfjöllun Alþýðusambandsins er 0,1 prósents lækkun á húsnæðislið vísitölunnar, sem leitt hafi hækkun verðlags undanfarið ár, einnig sögð óvænt, en hún skýrist af lítilsháttar lækkun á markaðsverði húsnæðis. „Föt og skór er eini liður vísitölunnar sem sker sig úr að þessu sinni og hækkar um 1,1 prósent frá fyrra mánuði,“ segir þar. Greining Íslandsbanka segir um innflutta verðhjöðnun að ræða vegna styrkingar krónu, verðlækkunar á eldsneyti og öðrum hrávörum á heimsmarkaði og verðstöðnunar á innfluttum smásöluvarningi. „Verðbólguhorfur til skamms tíma eru góðar og raunar gæti verðbólga farið undir [1,0 prósents] neðri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í desember.“ Í bráðabirgðaspám greiningardeilda Íslandsbanka og Arion banka er gert ráð fyrir 0,2 og 0,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að flugfargjöld hækki töluvert í mánuðinum, en á móti gæti eldsneytisverð lækkað nokkuð. Í spá Arion banka er gert ráð fyrir að verðbólgan standi í 1,2 prósentum í febrúar á næsta ári og útlit sé fyrir að hún verði undir markmiði Seðlabankans vel fram á næsta ár. „Gangi spáin eftir yrði febrúar þrettándi mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiði.“
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun