Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri? Skjóðan skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira