Fleiri fréttir Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. 31.7.2012 18:30 Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent. 31.7.2012 17:20 Tekjuskattur hækkar ekki - staða barnafólks verður bætt Tekjuskattur mun ekki hækka á næsta ári, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Hún kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár fyrir ríkisstjórninni í morgun. Aðspurð um það hvort einhverjar skattahækkanir verði í frumvarpinu segist hún ekki geta tjáð sig um frumvarpið í smáatriðum fyrr en 11. september næstkomandi. Þá verður Alþingi tekið til starfa að nýju eftir sumarleyfi. "Hins vegar höfum við gert samkomulag í tengslum við kjarasamninga um að tekjuskattur hækki ekki og við stöndum við alla gerða samninga,“ segir hún máli sínu til stuðnings. 31.7.2012 16:35 Uppbyggingin á Grímsstöðum kosti 16,2 milljarða Félagið Zhongkun Grímsstaðir ehf., sem er í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo, hefur lýst yfir áhuga á uppbyggingu ferðamennsku á Grímsstöðum á Fjöllum, en samkvæmt umsókn félagsins til nefndar á vegum stjórnvalda er gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu á Grímsstöðum verði um 16,2 milljarðar íslenskra króna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef iðnaðarráðuneytisins. 31.7.2012 14:53 Stoðir selja 60% hlut í TM Stoðir hf. hafa samið um sölu á 60% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) til hóps lífeyrissjóða og annarra innlendra fjárfesta. Kaupendur eru meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Sjóður 10 á vegum Íslandssjóða, auk fjárfesta á vegum VÍB - Eignastýringar Íslandsbanka, Virðingar og Auðar Capital. 31.7.2012 14:09 Fjárlagafrumvarpið kynnt í ríkisstjórn Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vinnan við fjárlagafrumvarpið er langt komin, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur bæði úr forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í upphafi þings, eða annan þriðjudag í september. Það er nokkru fyrr en vanalega, því yfirleitt er frumvarpið kynnt 1. október. 31.7.2012 13:53 Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er. 31.7.2012 12:01 Málið gegn Robert látið niður falla Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu. 31.7.2012 11:52 Ingibjörg Ásta ráðin sölu- og markaðsstjóri Keldunnar Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri hjá Keldunni. Um nýtt starf er að ræða og mun Ingibjörg m.a. sjá um mótun framtíðarstefnu félagsins í sölu- og markaðsmálum, markaðssetningu á vörum og þjónustu þess sem og umsjón núverandi viðskiptatengsla og öflun nýrra, að því er segir í tilkynningu frá Keldunni. Ingibjörg starfaði síðast sem markaðsstjóri Pennans og Eymundsson og gegndi áður stöðu forstöðumanns markaðssviðs hjá Sparisjóðnum á árunum 2004-2009. 31.7.2012 11:36 Landsbankinn selur hlut sinn í Alur álvinnslu Landsbankinn hf. hefur selt 9,88% eignarhlut bankans í félaginu Alur álvinnsla hf., sem á og rekur endurvinnslu fyrir álgjall í Helguvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. 31.7.2012 10:36 UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna. 31.7.2012 10:01 AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31.7.2012 09:26 Holland er „miðlunarríki“ Hollenska hagkerfið byggist ekki síst á þeirri sérþekkingu sem byggst hefur upp í kringum vörumiðlun, m.a. í gegnum stórar hafnir í landinu. 31.7.2012 08:56 Sjórán kosta neytendur yfir 200 milljarða í hækkuðu vöruverði Reikna má með að starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu muni kosta neytendur í heiminum í ár yfir 200 milljarða króna í hækkuðu vöruverði. 31.7.2012 06:20 Vilja frjálsar handfæraveiðar á ný Í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka þorskkvóta næsta árs, skorar stjórn Samtaka íslenskra fiskimanna á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að efna kosningaloforð sitt um frjálsar handfæraveiðar. 31.7.2012 12:15 Aldarafmæli Friedmanns minnst Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 31.7.2012 09:54 Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili. 31.7.2012 08:36 Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum. 31.7.2012 06:25 Seðlabankinn tvöfaldar gjaldeyriskaup sín Seðlabankinn hefur ákveðið að nýta sér styrkingu á gengi krónunnar frá því í vor til að tvöfalda gjaldeyriskaup sín á millibankamarkaðinum. 31.7.2012 06:23 88 kaupsamningum þinglýst Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 20. til 26. júlí. Á vef Þjóðskrár segir að 64 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, átján um sérbýli og sex um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarvelta var 2.542 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna. 31.7.2012 04:00 Apple kynnir nýja vörulínu í september Líklegt þykir að tæknirisinn Apple muni kynna nýja vörulínu í september. Þá er talið nýr iPhone snjallsími verði opinberaður, sem og minni útgáfa af iPad spjaldtölvunni. 30.7.2012 21:00 Munu fljúga allt árið til Húsavíkur Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí. Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl síðastliðinn eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Forsvarsmenn Ernis segja að viðtökurnar við fluginu hafi verið það góðar að forsendur séu til að halda því áfram. 30.7.2012 11:49 Gengi krónunnar styrkist áfram, evran undir 150 krónum Ekkert lát er á styrkingu krónunnar þessa dagana og hefur gengið styrkst um hátt í 10% frá því það var hvað lægst á árinu í apríl s.l. 30.7.2012 06:41 HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss. 30.7.2012 06:30 Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum niður í 6,5% Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára eru komnir niður í rúmlega 6,5%. Hafa vextirnir því lækkað um meir en eitt prósentustig frá því í síðustu viku. 30.7.2012 10:59 Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6% Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%. 30.7.2012 10:14 Fréttatíminn er til sölu Vikublaðið Fréttatíminn er til sölu. DV greinir frá þessu í dag og þar segir að söluverðið sé á bilinu 65 til 70 milljónir kr. 30.7.2012 10:03 Spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum Greining Arion banka spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum næstu þrjá mánuðina eða á bilinu 4,4% til 4,6%. 30.7.2012 09:21 Berlín gæti skuldað smábæ þúsundir milljarða evra Nær fimmhundruð ára gamalt skuldabréf er komið í leitirnar en samkvæmt því skuldar Berlínarborg þýska þorpinu Mittenwalde 122 milljónir evra eða um 18 milljarða króna. 30.7.2012 06:44 Minnisblaðið var kynning á tilhögun félags Nubo Minnisblað, sem lagt var fyrir ríkisstjórn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að hafi falið í sér ívilnun fyrir Huang Nubo, var í raun kynning á ákvörðun sem þegar hafði verið tekin í efnahagsráðuneytinu um tilhögun íslensks félags í eigu Kínverjans. Þetta kemur fram í minnisblaðinu sem fréttastofan hefur undir höndum. 29.7.2012 19:36 Slitastjórn Kaupþings stefnir vátryggingafélögum Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt hópi vátryggingafyrirtækja í Bretlandi til að fá framlengda samninga vegna ábyrgðartryggingar stjórnenda bankans. Milljarða króna hagsmunir gætu verið í húfi vegna þessara samninga. 29.7.2012 19:25 Þingmenn krefjast fundar með ÍLS Hópur þingmanna af Suðurlandi hefur óskað eftir fundi með stjórnendum Íbúðalánasjóðs til að krefjast þess að sjóðurinn leigi út tómar íbúðir á svæðinu. Stjórnarþingmaður segir það lögbundið hlutverk sjóðsins að mæta aukinni eftirspurn. 29.7.2012 18:55 Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar. 29.7.2012 16:14 Sagður launa fallna íslenska viðskipta-víkingnum greiðann "Bjóðum fjölskyldu fallna íslenska viðskipta-víkingsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, velkomna aftur," stendur efst í grein á The Observer þar sem fjallað er um opnun smávöruverslunarinnar Iceland í Kópavogi í gær. Þar stimplaði Jóhannes, áður kenndur við Bónus, sig aftur inn á smásölumarkaðinn. 29.7.2012 14:16 Bretland heldur toppeinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012. 28.7.2012 16:25 Íbúðirnar ekki leiguhæfar og því tómar Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir þær fimmtíu eignir sem standi tómar á Árborgarsvæðinu ekki vera í leiguhæfu ástandi. Þess vegna hafi sjóðurinn ekki brugðist við áskorun sveitarfélagsins um að setja íbúðirnar á leigumarkað. 28.7.2012 13:13 Erfitt að lýsa yfir endalokum kreppunnar Þó Ísland sé í ákveðnu skjóli eins og stendur er erfitt að lýsa því yfir að kreppunni sé lokið. Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. 28.7.2012 11:39 Össur gat ekki efnt skuldbindingar vegna haftanna Stoðtækjaframleiðandinn Össur gat ekki efnt kaupréttarsamning við Makhesh Mansukani framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum vegna gjaldeyrishaftanna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í samtali við Morgunblaðið að til þess að leysa málið hafi verið farin Fjallabaksleið. Jón segir þetta varpa ljósi á fáránleika gjaldeyrishaftanna og að ótækt sé fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa undir höftunum. Áður en höftum var komið á gerði Össur kaupréttarsamning við Mansukani en vegna haftanna var ekki hægt að uppfylla samninginn og afhenda honum hlutabréfin á erlendri grundu. Því var ákveðið að greiða honum hagnaðinn af samningnum, sem nemur 200 þúsund dollurum, jafnvirði 25 milljóna króna. 28.7.2012 10:17 Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði. 28.7.2012 10:12 Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. 27.7.2012 19:09 Ætla að vernda evruna Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna. 27.7.2012 16:10 4 kílómetra lögn að Reykholti Framkvæmdir við nýja vatnsveitu fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði verða boðnar út nú um helgina. Eftir ítarlega leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki, hefur verið ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn milli Rauðsgils og Reykholts. Þá verður byggð dælu- og stjórnstöð í grennd við vatnstökustaðinn. 27.7.2012 14:58 Facebook í frjálsu falli Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum. 27.7.2012 14:57 Atvinnuleysi eykst á Spáni Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu. 27.7.2012 12:38 Íslenskt efnahagslíf er á blússandi siglingu Þær hagstærðir sem birtar voru í morgun benda til þess að íslenska hagkerfið sé á blússandi siglingu. Verðbólgan lækkar mikið, langtímaatvinnulausum fækkar verulega og gjaldþrotum fyrirtækja fækkar töluvert. 27.7.2012 10:25 Sjá næstu 50 fréttir
Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. 31.7.2012 18:30
Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent. 31.7.2012 17:20
Tekjuskattur hækkar ekki - staða barnafólks verður bætt Tekjuskattur mun ekki hækka á næsta ári, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Hún kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár fyrir ríkisstjórninni í morgun. Aðspurð um það hvort einhverjar skattahækkanir verði í frumvarpinu segist hún ekki geta tjáð sig um frumvarpið í smáatriðum fyrr en 11. september næstkomandi. Þá verður Alþingi tekið til starfa að nýju eftir sumarleyfi. "Hins vegar höfum við gert samkomulag í tengslum við kjarasamninga um að tekjuskattur hækki ekki og við stöndum við alla gerða samninga,“ segir hún máli sínu til stuðnings. 31.7.2012 16:35
Uppbyggingin á Grímsstöðum kosti 16,2 milljarða Félagið Zhongkun Grímsstaðir ehf., sem er í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo, hefur lýst yfir áhuga á uppbyggingu ferðamennsku á Grímsstöðum á Fjöllum, en samkvæmt umsókn félagsins til nefndar á vegum stjórnvalda er gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu á Grímsstöðum verði um 16,2 milljarðar íslenskra króna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef iðnaðarráðuneytisins. 31.7.2012 14:53
Stoðir selja 60% hlut í TM Stoðir hf. hafa samið um sölu á 60% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) til hóps lífeyrissjóða og annarra innlendra fjárfesta. Kaupendur eru meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Sjóður 10 á vegum Íslandssjóða, auk fjárfesta á vegum VÍB - Eignastýringar Íslandsbanka, Virðingar og Auðar Capital. 31.7.2012 14:09
Fjárlagafrumvarpið kynnt í ríkisstjórn Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vinnan við fjárlagafrumvarpið er langt komin, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur bæði úr forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í upphafi þings, eða annan þriðjudag í september. Það er nokkru fyrr en vanalega, því yfirleitt er frumvarpið kynnt 1. október. 31.7.2012 13:53
Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er. 31.7.2012 12:01
Málið gegn Robert látið niður falla Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu. 31.7.2012 11:52
Ingibjörg Ásta ráðin sölu- og markaðsstjóri Keldunnar Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri hjá Keldunni. Um nýtt starf er að ræða og mun Ingibjörg m.a. sjá um mótun framtíðarstefnu félagsins í sölu- og markaðsmálum, markaðssetningu á vörum og þjónustu þess sem og umsjón núverandi viðskiptatengsla og öflun nýrra, að því er segir í tilkynningu frá Keldunni. Ingibjörg starfaði síðast sem markaðsstjóri Pennans og Eymundsson og gegndi áður stöðu forstöðumanns markaðssviðs hjá Sparisjóðnum á árunum 2004-2009. 31.7.2012 11:36
Landsbankinn selur hlut sinn í Alur álvinnslu Landsbankinn hf. hefur selt 9,88% eignarhlut bankans í félaginu Alur álvinnsla hf., sem á og rekur endurvinnslu fyrir álgjall í Helguvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. 31.7.2012 10:36
UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna. 31.7.2012 10:01
AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31.7.2012 09:26
Holland er „miðlunarríki“ Hollenska hagkerfið byggist ekki síst á þeirri sérþekkingu sem byggst hefur upp í kringum vörumiðlun, m.a. í gegnum stórar hafnir í landinu. 31.7.2012 08:56
Sjórán kosta neytendur yfir 200 milljarða í hækkuðu vöruverði Reikna má með að starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu muni kosta neytendur í heiminum í ár yfir 200 milljarða króna í hækkuðu vöruverði. 31.7.2012 06:20
Vilja frjálsar handfæraveiðar á ný Í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka þorskkvóta næsta árs, skorar stjórn Samtaka íslenskra fiskimanna á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að efna kosningaloforð sitt um frjálsar handfæraveiðar. 31.7.2012 12:15
Aldarafmæli Friedmanns minnst Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 31.7.2012 09:54
Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili. 31.7.2012 08:36
Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum. 31.7.2012 06:25
Seðlabankinn tvöfaldar gjaldeyriskaup sín Seðlabankinn hefur ákveðið að nýta sér styrkingu á gengi krónunnar frá því í vor til að tvöfalda gjaldeyriskaup sín á millibankamarkaðinum. 31.7.2012 06:23
88 kaupsamningum þinglýst Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 20. til 26. júlí. Á vef Þjóðskrár segir að 64 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, átján um sérbýli og sex um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarvelta var 2.542 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna. 31.7.2012 04:00
Apple kynnir nýja vörulínu í september Líklegt þykir að tæknirisinn Apple muni kynna nýja vörulínu í september. Þá er talið nýr iPhone snjallsími verði opinberaður, sem og minni útgáfa af iPad spjaldtölvunni. 30.7.2012 21:00
Munu fljúga allt árið til Húsavíkur Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí. Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl síðastliðinn eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Forsvarsmenn Ernis segja að viðtökurnar við fluginu hafi verið það góðar að forsendur séu til að halda því áfram. 30.7.2012 11:49
Gengi krónunnar styrkist áfram, evran undir 150 krónum Ekkert lát er á styrkingu krónunnar þessa dagana og hefur gengið styrkst um hátt í 10% frá því það var hvað lægst á árinu í apríl s.l. 30.7.2012 06:41
HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss. 30.7.2012 06:30
Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum niður í 6,5% Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára eru komnir niður í rúmlega 6,5%. Hafa vextirnir því lækkað um meir en eitt prósentustig frá því í síðustu viku. 30.7.2012 10:59
Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6% Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%. 30.7.2012 10:14
Fréttatíminn er til sölu Vikublaðið Fréttatíminn er til sölu. DV greinir frá þessu í dag og þar segir að söluverðið sé á bilinu 65 til 70 milljónir kr. 30.7.2012 10:03
Spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum Greining Arion banka spáir því að verðbólgan haldist í lægri kantinum næstu þrjá mánuðina eða á bilinu 4,4% til 4,6%. 30.7.2012 09:21
Berlín gæti skuldað smábæ þúsundir milljarða evra Nær fimmhundruð ára gamalt skuldabréf er komið í leitirnar en samkvæmt því skuldar Berlínarborg þýska þorpinu Mittenwalde 122 milljónir evra eða um 18 milljarða króna. 30.7.2012 06:44
Minnisblaðið var kynning á tilhögun félags Nubo Minnisblað, sem lagt var fyrir ríkisstjórn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að hafi falið í sér ívilnun fyrir Huang Nubo, var í raun kynning á ákvörðun sem þegar hafði verið tekin í efnahagsráðuneytinu um tilhögun íslensks félags í eigu Kínverjans. Þetta kemur fram í minnisblaðinu sem fréttastofan hefur undir höndum. 29.7.2012 19:36
Slitastjórn Kaupþings stefnir vátryggingafélögum Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt hópi vátryggingafyrirtækja í Bretlandi til að fá framlengda samninga vegna ábyrgðartryggingar stjórnenda bankans. Milljarða króna hagsmunir gætu verið í húfi vegna þessara samninga. 29.7.2012 19:25
Þingmenn krefjast fundar með ÍLS Hópur þingmanna af Suðurlandi hefur óskað eftir fundi með stjórnendum Íbúðalánasjóðs til að krefjast þess að sjóðurinn leigi út tómar íbúðir á svæðinu. Stjórnarþingmaður segir það lögbundið hlutverk sjóðsins að mæta aukinni eftirspurn. 29.7.2012 18:55
Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar. 29.7.2012 16:14
Sagður launa fallna íslenska viðskipta-víkingnum greiðann "Bjóðum fjölskyldu fallna íslenska viðskipta-víkingsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, velkomna aftur," stendur efst í grein á The Observer þar sem fjallað er um opnun smávöruverslunarinnar Iceland í Kópavogi í gær. Þar stimplaði Jóhannes, áður kenndur við Bónus, sig aftur inn á smásölumarkaðinn. 29.7.2012 14:16
Bretland heldur toppeinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012. 28.7.2012 16:25
Íbúðirnar ekki leiguhæfar og því tómar Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir þær fimmtíu eignir sem standi tómar á Árborgarsvæðinu ekki vera í leiguhæfu ástandi. Þess vegna hafi sjóðurinn ekki brugðist við áskorun sveitarfélagsins um að setja íbúðirnar á leigumarkað. 28.7.2012 13:13
Erfitt að lýsa yfir endalokum kreppunnar Þó Ísland sé í ákveðnu skjóli eins og stendur er erfitt að lýsa því yfir að kreppunni sé lokið. Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. 28.7.2012 11:39
Össur gat ekki efnt skuldbindingar vegna haftanna Stoðtækjaframleiðandinn Össur gat ekki efnt kaupréttarsamning við Makhesh Mansukani framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum vegna gjaldeyrishaftanna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í samtali við Morgunblaðið að til þess að leysa málið hafi verið farin Fjallabaksleið. Jón segir þetta varpa ljósi á fáránleika gjaldeyrishaftanna og að ótækt sé fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa undir höftunum. Áður en höftum var komið á gerði Össur kaupréttarsamning við Mansukani en vegna haftanna var ekki hægt að uppfylla samninginn og afhenda honum hlutabréfin á erlendri grundu. Því var ákveðið að greiða honum hagnaðinn af samningnum, sem nemur 200 þúsund dollurum, jafnvirði 25 milljóna króna. 28.7.2012 10:17
Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði. 28.7.2012 10:12
Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. 27.7.2012 19:09
Ætla að vernda evruna Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna. 27.7.2012 16:10
4 kílómetra lögn að Reykholti Framkvæmdir við nýja vatnsveitu fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði verða boðnar út nú um helgina. Eftir ítarlega leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki, hefur verið ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn milli Rauðsgils og Reykholts. Þá verður byggð dælu- og stjórnstöð í grennd við vatnstökustaðinn. 27.7.2012 14:58
Facebook í frjálsu falli Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum. 27.7.2012 14:57
Atvinnuleysi eykst á Spáni Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu. 27.7.2012 12:38
Íslenskt efnahagslíf er á blússandi siglingu Þær hagstærðir sem birtar voru í morgun benda til þess að íslenska hagkerfið sé á blússandi siglingu. Verðbólgan lækkar mikið, langtímaatvinnulausum fækkar verulega og gjaldþrotum fyrirtækja fækkar töluvert. 27.7.2012 10:25