Viðskipti innlent

Icelandair og Iceland Express aldrei verið stundvísari

Meira en níu af hverjum tíu flugum, til og frá landinu, stóðust áætlun síðari hluta aprílmánaðar. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir jafnframt að stundvísin hafi ekki verið jafn góð frá því að síðan hóf að reikna stundvísistölur sínar fyrir tæplega ári síðan. Brottfarir Iceland Express og Icelandair frá Keflavík fóru í loftið á réttum tíma í 97 prósent tilvika á tímabilinu og komur til landsins voru líka nær alltaf á áætlun. Tafir í mínútum talið voru því sárafáar.

„Þess ber að geta að flug Iceland Express frá London þann 16. apríl seinkaði vegna tímabundinnar lokunnar á Gatwick flugvelli. Komur til Keflavíkur 19. apríl eru ekki með í útreikningunum vegna tæknilegra mistaka," segir á síðunni.

Túristi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×