Fleiri fréttir

Reisa vindmyllur í tilraunaskyni í sumar

Landsvirkjun ætlar að reisa tvær vindmyllur í sumar við Búrfell í tilraunaskyni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti þetta á ársfundi fyrirtækisins í dag. Hörður sagði vindorkuna vera spennandi kost vegna mikils landrýmis á Íslandi og vegna þess að umhverfisáhrifin væru afturkræf.

Bryndís: Vitlaust að stjórnir ákvarði ekki laun stjórnenda

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar, sem nú stendur yfir í Silfurbergssalnum í Hörpu, það óheppilegt að fella kjör stjórnenda samkeppnisfyrirtækja undir kjararáð eða aðra en stjórn félaganna. Sagði hún það ekki skipta máli hvort um opinber fyrirtæki væri að ræða, því starfskjarastefna fyrirtækja á samkeppnismarkaði skipti miklu máli við heildarstefnumótun. Þess vegna ættu stjórnir fyrirtækja alltaf að hafa starfskjarastefnu á sínu borði.

Oddný: Nauðsynlegt að rannsaka virkjunarkosti í biðflokki betur

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að Ísland standi frammi fyrir miklum tækifærum í framtíðinni vegna umhverfisvænnar orku sem hér er nýtt til raforkuframleiðslu. Til framtíðar litið geti skynsamleg nýting orkunnar skipt sköpum við að efla lífskjör í landinu.

Kærir málsmeðferð sérstaks saksóknara til umboðsmanns Alþingis

"Mér finnst þetta frekar "sloppí" rannsókn og hæpið að þeir séu hæfir til þess að rannsaka mál þar sem þeirra eigin starfsmaður kemur að málinu," segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express, en hann skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann lýsir átökum sínum við endurskoðendafyrirtækið Deloitte og svo síðar sérstakan saksóknara.

Rekstrarafkoma Kópavogs neikvæð um 751 milljón

Niðurgreiðsla skulda Kópavogsbæjar umfram lántökur var rúmlega 1.650 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2011. Hann var lagður fram á bæjarráðsfundi í morgun og samþykktur til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fyrri umræða er væntanleg 24. apríl.

Nýtt viðmót Google+ opinberað í dag

Tæknifyrirtækið Google svipti hulunni af endurbættu notendaviðmóti samskiptasíðunnar Google+ í dag. Nýjungarnar eru margar hverjar keimlíkar þeim sem helstu keppinautar síðunnar hafa innleitt á síðustu mánuðum.

Hamborgarabúllan í útrás

Hamborgarabúllan mun á næstunni opna búllu í Lundúnum. Yfirbragð staðarins verður svipað því sem er hér á Íslandi og matseðillinn verður sá sami, eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.

Ítalir glíma við skuldabaggann

Ítalir hafa að undanförnu glímt við mikinn skuldavanda sem erfiðlega hefur gengið að leysa. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða sem hafa skilað takmörkuðum árangri. Al Jazeera sjónvarpsstöðin vann fréttaskýringu um stöðu Ítalíu í nóvember í fyrra, þar sem ítarlega er farið yfir vanda Ítalíu. Þó margt hafi breyst síðan, eru ýmis vandamál enn óleyst.

Umsvif hjá Fjarðalaxi í Patreksfirði

Laxeldisfyrirtækið Fjarðalax á Vestfjörðum er nú að undirbúa umfangsmikið laxeldi í Patreksfirði og ætlar að sleppa hátt í milljón seiða í stóra sjókví þar í sumar. Þetta er þriðja kynslóð í eldi fyrirtækisins, en nú er verið að slátra úr frystu kynslóð, sem alin hefur verið í Tálknafirði og farið verður að slátra úr annarri kynslóð úr Arnarfirði í haust.

Sæstrengur: Orkumálaráðherra Breta væntanlegur til viðræðna

Orkumálaráðherra Bretlands er á leið til Íslands í Maí til viðræðna um lagningu sæstrengs til Bretlands. Fjallað er um málið í breskum miðlum í dag og þar er haft eftir Charles Hendry orkumálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar að hafnar séu viðræður um að leggja sæstreng til Bretlands. Hendry segir að íslensk stjórnvöld séu mjög áhugasöm um málið.

Ætlar að fjárfesta í frumkvöðlastarfsemi

Stóru bankarnir þrír bjóða allir upp á vettvang til að styðja við frumkvöðlastarfsemi. Landsbankinn og Íslandsbanki hafa boðið upp á aðstöðu, styrki og ráðgjöf. Arion ætlar nú að bjóða upp á að gerast meðfjárfestir í verkefnum.

Búin að vera rússíbanareið

Húsasmiðjan hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó á síðustu árum. Fyrirtækið hefur farið frá því að vera rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1956, í að vera orðið formlegur hluti af dönsku byggingavörukeðjunni Bygma. Í millitíðinni gekk það í gegnum tvær skuldsettar yfirtökur sem skiluðu því undir yfirráð banka.

Kínverjar óðir í BMW

Þýski bíla- og vélaframleiðandinn BMW jók sölu á bifreiðum í Kína, á fyrstu þremur mánuðum ársins, um 37 prósent frá fyrra ári, og var þessi aukning helsta ástæðan fyrir mun meiri sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins en spár gerðu ráð fyrir.

Neitar að upplýsa um virði FIH-seljendaláns

Seðlabanki Íslands vill ekki gefa upp hvert bókfært virði seljendaláns sem veitt var við sölu FIH-bankans haustið 2010 er. Lánið er ein helsta eign bankans og er geymt í dótturfélagi hans, Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ). Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins segir að "ekki eru veittar upplýsingar um virði einstakra bréfa“. Seðlabankinn eignaðist veð í FIH þegar hann lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra skömmu áður en bankinn féll í október 2008.

Pálmi lagði Iceland Express til um tvo milljarða

Eigandi iceland Express, Pálmi Haraldsson, hefur lagt félaginu til um tvo milljarða króna frá haustmánuðum samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Frá því var greint í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag að Iceland Express hefði tapað tæplega þremur milljörðum króna í fyrra og vafi léki á rekstrargrundvelli félagsins.

Iceland Express tapaði tæpum þremur milljörðum króna

Iceland Express tapaði um 2,7 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011. Markaðurinn greindi frá því í mars að Eignarhaldsfélagið Fengur, eigandi Iceland Express, hefði afskrifað hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok síðasta árs.

Notuð sumardekk – góður kostur

Hjá Vöku er hægt að komast hjá miklum útgjöldum með kaupum á notuðum sumardekkjum. Bestu dekkin rjúka út með ört hækkandi sumarsól og í Vöku gildir hið margkveðna að fyrstir koma, fyrstir fá. Vaka selur einnig ný sumardekk á góðu verði.

Bridgestone er flagg- skipið hjá Betra gripi

Fyrirtækið Betra grip ehf. rekur heildverslun og hjólbarðaverkstæði að Lágmúla 9. Fyrirtækið er umboðs- og söluaðili fyrir Bridgestone-, Firestone- og Dayton-hjólbarða, sem framkvæmdastjórinn Arngrímur Þorgrímsson segir vera með þeim bestu sem völ er á.

Fréttaskýring: Stýrivextirnir bíta á óverðtryggðu lánin

Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni.

Einfaldlega bönnuðu landakaup Kínverja

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa fengið mörg mál inn á sitt borð er tengjast áhuga erlendra fjárfesta á landakaupum. Kínversk stjórnvöld hafa m.a. sýnt áhuga á því kaupa landareignir. Við þessu hefur verið brugðist með einföldum aðgerðum; banni við landakaupum Kínverja.

Dómari segir SFO algjörlega vanhæfa

Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra.

Lækkun á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf í Asíu féllu umtalsvert áður en yfir lauk á markaði í nótt og var þetta sjöundi dagurinn í röð þar sem rauðar tölur réðu ríkjum. Nikkei vísitalan lækkaði um eitt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong fór niður um eitt komma þrjú prósentustig. Fjárfestar eru enn óttaslegnir vegna efnahagserfiðleikanna sem hrjá heiminn og urðu hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum í Asíu verst úti. Raftækjarisinn Sony lækkaði einna mest, um fimm prósent en í gær tilkynnti fyrirtækið um nýja spá sem gerir ráð fyrir tapi upp sex komma fimm milljarða dollara á þessu ári.

Fyrsta skrefið er hjá Dekkjasölunni

Dekkjasalan í Hafnarfirði er eina umboðssalan hérlendis með notuð dekk og felgur. Í gegnum tíðina hefur mikið magn af dekkjum og felgum safnast saman hjá fólki í geymslum og bílskúrum um allt land. Síðustu tvö árin hefur Dekkjasalan starfrækt umboðssölu þar sem fólk getur komið með dekkin og felgurnar, gert umboðssölusamning og starfsmenn sjá um söluna. Dekkjasalan í Hafnarfirði er eina umboðssalan hérlendis með notuð dekk og felgur.

Fréttaskýring: Ótrúleg viðskipti samfélagsmiðla

Fyrir tæplega tveimur árum stofnaði Kevin Systrom, ásamt fleiri minni fjárfestum, fyrirtæki í San Francisco sem sendi fljótlega frá sér "app“, eða smáforrit, fyrir snjallsíma sem nú hefur breytt honum í milljarðamæring.

Gengi bréfa í Icelandair og Högum hækkar enn

Gengi bréfa í Icelandair og Högum halda áfram að hækka, en við lok viðskipta í dag hafði gengi bréfa Icelandair hækkað um 0,65 prósent og stóð í 6,17. Gengi bréfa í Högum hafði hækkað um 0,8 prósent og stóð í 18,8.

Bernanke: Efnahagurinn hefur ekki náð sér enn

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að efnahagur Bandaríkjanna sé enn ekki búinn að ná sér eftir mikla niðursveiflu sem hófst um mitt ár 2007, þegar vandamál fóru að koma upp á fjármálamörkuðum.

Sony tapar milljörðum dollara

Stórfyrirtækið Sony gerir ráð fyrir því að tapa sex og hálfum milljarði Bandaríkjadala á þessu ári en fyrirtækið sendi frá sér viðvörun þessa efnis í morgun. Áður var gert ráð fyrir þriggja milljarða dollara tapi.

Instagram vex og vex

Rúmlega viku eftir að tilkynnt var um að myndaforritið Instragram, sem vaxið hefur ógnarhratt meðal notenda, væri aðgengilegt fyrir síma með Android stýrikerfi, hefur Facebook tilkynnt um kaup sín á fyrirtækinu fyrir tæplega 130 milljarða króna, eða sem nemur einum milljarði dollara.

Þrettán netfyrirtæki kvartað

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun taka ákvörðun um það nú eftir páska hvort netrisinn Google verði kærður fyrir samkeppnisbrot. Þrettán netfyrirtæki hafa kvartað yfir því að Google beiti ráðandi stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum samkvæmt frétt BBC.

Facebook kaupir Instagram

Facebook hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kaupa Instagram, sem er vinsælt app í snjallsímum. Facebook greiðir um 1 milljarð dala, eða 127 milljarða króna, í reiðufé og hlutabréf fyrir viðskiptin. Instagram fór í loftið í október 2010. Það var upphaflega hugsað fyrir iPhone en síðan fyrir Android. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heitir því að Instagram verði þróað áfram þannig að fleiri geti notað það.

Nýherji varð 20 ára

Upplýsingatæknifélagið Nýherji varð 20 ára í þessari viku, en félagið hóf starfsemi sína þann 2. apríl 1992 með samruna IBM á Íslandi hf. og Skrifstofuvéla-Sund hf.

Sameining FME og Seðlabanka ekki á dagskrá í bili

Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana.

Deloitte segir að niðurstöður sínar fáist ekki keyptar

Endurskoðendafyrirtækið Deloitte vísar því alfarið á bug að útvegsmenn hafi keypt niðurstöður sem kynntar voru á opnum fundi Útvegsmannafélags Reykjavíkur á dögunum. Fyrirtækið bendir á að Deloitte sé alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki og niðurstöður þess fáist ekki keyptar.

Stefna að stærsta hlutafjárútboði sögunnar

Fimm milljarðar dollara, jafnvirði um 600 milljarða króna, í formi hlutafjár í Facebook verða boðnir út í NASDAQ kauphöllinni í New York síðar á þessu ári, en um er að ræða stærsta hlutafjárútboð sögunnar á heimsvísu. Tíðindin þykja vonbrigði fyrir New York Stock Exchange kauphöllina en frá þessu er greint í Financial Times í dag. Facebook ætlar að hefja formlegar kynningar fyrir fjárfesta í maí næstkomandi að því er blaðið greinir frá. Og ætti að vera orðið tilbúið til frumskráningar í maí eða júní næstkomandi ef allt gengur eftir.

Guðfaðir 911 sportbílsins er látinn

Ferdinand Alexander Porsche, guðfaðir 911 sportbílsins frá Porsche og heiðursformaður stjórnar Porsche bílaframleiðandans, lést í gær í Salzburg í Austurríki. Hann var 76 ára. Þegar 911 sportbíllinn var kynntur árið 1963 með nýrri og straumlínulagaðri hönnun og stórum höfuðljósum þótti hann marka tímamót í hönnun sportbíla í heiminum.

Seldi upplýsingar til hasarblaðaljósmyndara

Háttsettur starfsmaður Virgin Atlantic flugfélagsins breska hefur sagt starfi sínu lausu eftir í ljós kom að hann hafði lekið upplýsingum flugferðir frægs fólks til fyrirtækis sem gerir út papparazzi ljósmyndara. Þetta þýddi að papparazzi ljósmyndararnir vissu nákvæmlega hvenær von væri á frægu fólki og gátu myndað það á leið í og úr flugi. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu var knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonurnar Sienna Miller, Scarlett Johansson og Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Robbi Williams. Sir Richard Branson, eigandi Virgi Atlantic, sagði við breska fjölmiðla að fyrirtækið tæki upplýsingum mjög alvarlega og hefði hafði rannsókn á málinu innanhúss.

Talsmaður Nubo: Ekkert breyst hér á landi

"Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst,“ segir Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi.

Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma.

SAS ætlar að bjóða upp á flug á milli Íslands og Stokkhólms

Síðustu ár hefur Icelandair verið eina félagið sem hefur séð sér hag í að bjóða upp á ætlunarflug héðan til Stokkhólms. Nú ætlar hins vegar SAS að blanda sér í slaginn og bjóða upp á fjórar ferðir í viku frá Stokkhólmi en þó aðeins yfir aðal ferðamannatímabilið samkvæmt ferðavefnum túristi.is.

Sjá næstu 50 fréttir