Viðskipti innlent

Bernanke: Efnahagurinn hefur ekki náð sér enn

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að efnahagur Bandaríkjanna sé enn ekki búinn að ná sér eftir mikla niðursveiflu sem hófst um mitt ár 2007, þegar vandamál fóru að koma upp á fjármálamörkuðum.

„Miklar og nauðsynlegar breytingar munu ekki verða á fjármálageiranum nema á löngum tíma," sagði Bernanke á blaðamannafundi í morgun.

Á fundinum sagðist Bernanke vonast til þess að álagspróf bandaríska seðlabankans, á stærstu fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna, yrði til þess að vekja upp umræðu um fjárhagsstöðu stórra banka og styrk þeirra. Fjórir stórir bankar féllu á prófinu, samkvæmt fréttum New York Times, þar meðtalinn risabankinn Citigroup. „Þrátt fyrir að bankar hafi fallið á prófinu þá eru þeir miklu sterkari núna en þeir voru eftir árið 2008."

Bernanke segir að fjármálakerfið þurfi lengri tíma til þess að aðlagast breyttu regluverki og breyttum aðstæðum í efnahagslífinu, áður en hægt er að segja að staða efnahagsmála sé að batna og sé orðin traust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×