Fréttaskýring: Stýrivextirnir bíta á óverðtryggðu lánin Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2012 11:00 Meiri hluti nýrra lántakenda fasteignalána hjá viðskiptabönkunum hefur tekið óverðtryggð lán síðustu misseri. Fréttablaðið/GVA Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira